Seldi kannabis með mjólkinni

Á Indlandi reykja menn stundum kannabis í trúarlegum tilgangi, en …
Á Indlandi reykja menn stundum kannabis í trúarlegum tilgangi, en fæstir tengja það við eldri borgara í Bretlandi. Reuters

Breskur mjólkurpóstur sem hefur játað að afgreiða eldri borgara um kannabis til að létta þeim þrautir þeirra slapp við fangelsi á föstudag.

Robert Holding, sem sjálfur er 72 ára, játaði fyrir lögreglu að hafa útvegað 17 viðskiptavinum sínum fíkniefni eftir að rannsókn leiddi í ljós nærri 167 grömm af kannabis í eggjakörfu í sendibílnum sem hann notaði til að afhenda vörur. Sagðist hann hafa selt sumum viðskiptavinum sínum kannabis þar sem þeir væru „gamlir og þjáðust af verkjum og þrautum", að því er fram kemur í frétt Reuters fréttastofunnar.

Umfang sölu Holdings var u.þ.b. 255 grömm á þriggja vikna fresti en efnin seldi hann tiltölulega ódýrt. Viðskiptavinirnir skildu eftir miða handa honum þar sem þeir spurðu t.d. hvort þeir gætu fengið eina únsu (u.þ.b. 28 grömm) eða jafnvel bara áttunda hluta úr henni.

Holding fékk 36 mánaða fangelsisdómi sínum frestað um ár þar sem hann heimsækir konu sína, sem þjáist af alzheimers sjúkdómnum, daglega á hjúkrunarheimilið þar sem hún dvelur. Taldi dómarinn að Holding hefði ekki selt fíkniefni af hjartagæsku sinni til að lina þjáningar hinna eldri, heldur til að hagnast á sölunni. Lögfræðingur hans staðhæfði hins vegar að Holding hefði ekki haft mikinn ágóða af sölunni og að elsti viðskiptavinur hans væri 92 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant