Bara 631 ár eftir

Kirkjuorgelið sem tónverkið er leikið á.
Kirkjuorgelið sem tónverkið er leikið á.

Sjöundi tónninn var í dag leikinn á kirkjuorgel í þýska bænum Halberstadt í tónverki, sem byrjað var að flytja árið 2001 og áætlað er að ljúki eftir 631 ár.

Tónverkiðð er eftir bandaríska tónskáldið John Cage og heitir Orgel²/ASLSP eða Orgel í 2. veldi/Eins hægt og unnt er.  Flutningur verksins hófst árið 2001 á því að orgelleikarinn steig fótstig orgelsins og blés lofti í belginn. Fyrstu þrír tónarnir voru síðan leiknir 5. janúar 2003. Lokanótan verður slegin árið 2639 ef allt gengur að óskum.

Verkið í Halberstadt er leikið á sérsmíðað orgel þar sem nótunum er haldið niðri með lóðum og nýjum orgelpípum verður bætt við orgelið eftir þörfum.

Cage gerði ráð fyrir að verkið tæki um 20 mínútur í flutningi en þegar ákveðið var að flytja verkið í kirkjunni í Halberstam fór fram mikil umræða um það í Þýskalandi hvernig túlka bæri fyrirmælin: Eins hægt og unnt er. Sumir töldu að það gæti þýtt frá degi til hins óendanlega. Á endanum tóku tónlistarsérfræðingar og orgelsmiðurinn þá ákvörðun að flytja verkið á 639 árum til að minnast þess að svonefnt Blockwerk orgel var smíðað í Halberstam árið 1361.

„Bakgrunnurinn er heimspekilegur," sagði Georg Bandarau, kaupsýslumaður sem leggur lið stofnuninni sem skipulagði tónleikana löngu. „Á þessum erilsömu tímum er gott að finna kyrrðina í hægðinni. Eftir 639 ár munu þeir hugsanlega búa við fullkominn frið."

Flutningur verksins hófst 5. september 2001, daginn sem Cage hefði orðið 89 ára en hann lést árið 1989.  Cage fæddist í Los Angeles árið 1912 og hafði mikil áhrif, bæði sem tónlistarmaður og hugsuður. Hann samdi Organ2/ASLSP fyrir píanó árið 1985 en endurútsetti það fyrir orgel tveimur árum síðar. Af öðrum verkum Cages má nefna 4'33 en þegar það verk er leikið er alger þögn í 4 mínútur og 33 sekúndur. Nokkrar af þekktustu hljómsveitum heims hafa flutt það verk.

Vefur um tónleikana

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson