„Bush er látinn“ - mistök í beinni

George W. Bush er sprækur sem lækur.
George W. Bush er sprækur sem lækur. Reuters

Sjónvarpsstöð í Suður-Afríku birti fyrir mistök fréttatilkynningu þess efnis að George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri látinn. Bush er hins vegar sprelllifandi.

Í um þrjár sekúndur birtist textinn „George Bush er látinn“ á fréttaborða í fréttatíma stöðvarinnar ETV News.

Mistökin áttu sér stað þegar tæknimaður ýtti á rangan hnapp sem varð til þess að textinn sást í beinni útsendingu. Hann ætlaði hins vegar að ýta á prufuhnapp, þ.e. textinn átti aldrei að birtast enda um prufu að ræða.

Forsvarsmenn stöðvarinnar segja að héðan í frá verði prufuborðarnir með bulltexta.

Mistökin urðu þegar einn af yfirmönnum stöðvarinnar vildi sjá hvernig fréttatextinn myndi birtast á skjánum.

Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson