Missti af vélinni og „kúlið“ um leið

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong. Reuters

Eitt vinsælasta myndskeiðið á YouTube er af kínverskri konu sem var of sein í flug. Hún missti af vélinni og í framhaldinu missti hún gjörsamlega stjórn á skapi sínu á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Atvikið var myndað í bak og fyrir og hefur verið sett á vefinn.

Konan, sem er á miðjum aldri, sést æða í áttina að öryggisverði við brottfararhliðið. Svo heyrist hún öskra og veina úr sér lungun. Þetta stendur yfir í um þrjár mínútur. 

Hún leggst á jörðina og þá reynir eldri maður, sem var henni samferða, að fá hana til að standa á fætur. Þá öskrar hún: „Ég vil fara, ég vil fara.“

Flugfélagið Cathay Pacific var hins vegar búið að loka vélarhurðinni og búið að fjarlægja farangurinn hennar. Hún fékk því ekki að fara til San Francisco líkt og til stóð.

„Ekki vera svona æst, ekki vera í svona miklu uppnámi,“ heyrist svo starfsmaður flugfélagsins segja við hana. Atvikið átti sér stað fyrr í þessum mánuði, segir á fréttavef Reuters.

Atvikið má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson