Milljarðar birtust á reikningnum

Sænskri konu brá nokkuð í brún þegar hún var að fara yfir bankareikninginn sinn í gær og sá að inni á honum voru rúmlega 10 milljarðar sænskra króna, jafnvirði 130 milljarða króna.

Fram kemur á fréttavef Göteborgs-Posten, að Cornelia Johansson hafi séð upphæðina á reikningnum þegar hún fór inn í netbankann sinn til að greiða reikninga.

„Það stóð í skýringum, að upphæðin hefði verið lögð inn á reikinginn til að leiðrétta kreditkortafærslu," sagði  Daniel Höglund, unnusti Johansson, við blaðið.

Upphæðin var enn óhreyfð á reikningnum í morgun en nokkrum klukkustundum síðar hvarf hún á jafn dularfullan hátt og hún birtist. 

Talsmaður Nordeabanka, stærsta banka Norðurlandanna, sagði síðar, að um hefði verið að ræða tæknileg mistök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson