Beit þjóf til að ná DNA

Bandarísk kona um fertugt greip til sinna ráða þegar hún stóð innbrotsþjóf að verki í íbúð sinni í bænum Appleton í Wisconsin -fylki. Þegar þjófurinn reyndi að flýja elti hún og henti sér á hann. Hún beit svo í fingur hans, það fast að ein tönn hennar losnaði. Þjófurinn komst undan en lögregla náði nógu miklu af blóði og húðflyksum úr munni konunnar til að hægt væri að bera kennsl á manninn með DNA rannsókn.

Maðurinn var síðar handtekinn og bíður hann dóms. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa verið ölvaður og brotist inn til að leita sér matar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler