Mikill er máttur Chuck Norris

Chuck Norris
Chuck Norris

Eigendur bakarís í borginni Split í Króatíu hafa fulla trú á mætti bandaríska leikarans Chuck Norris en þeir hafa sett upp mynd af leikaranum í fullri stærð í gluggann til þess að halda þjófum frá bakaríinu. Segir á veggspjaldinu að þessi verslun sé undir vernd Chuck Norris.

Á vefnum Ananova kemur fram að frá því veggspjaldið var sett upp fyrir mánuði síðan hafi aldrei verið brotist þar inn.

Að sögn Mirna Kovac sem vinnur í bakaríinu, var spjaldið einungis upp á grín til að byrja með en síðan hafi orðið ljóst að það hefði sannað gildi sitt.

Kovac segir greinilegt að þjófar í borginni virði hasarhetjuna enda hafi flestir ef ekki allir borgarbúar séð myndir hans. Norris sé mjög vinsæll um þessar slóðir og þá ekki síst meðal glæpamanna. Því var ákveðið að veggspjaldið fái að prýða glugga bakarísins áfram. 

Hún bætir við að einhverjir hafi komið inn í bakaríið og óskað eftir því að fá eiginhandaritun frá Norris þar sem þeir trúi því að hann sitji í bakaríinu og gæti þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler