Framdi morð í stíl Agöthu Christie

Agatha Christie.
Agatha Christie.

Írönsk kona sem grunuð er um fjöldamorð er sögð hafa byrlað fórnarlömbum sínum ólyfjan, kæft þau og rænt eftir innblástur frá sígildum sakamálasögum Agöthu Christie. Konan, sem er 32 ára gömul og gengur undir nafninu Mahin, er fyrsti kvenkyns fjöldamorðingi Íran og er grunuð um að hafa myrt a.m.k. 6 manns.

„Mahin hefur viðurkennt fyirr okkur að hafa notað sér munstur úr bókum Agöthu Christie til þess að reyna að hylja slóð sína,“ hefur The Guardian eftir saksóknaranum Mohammad Baqer Olfat.

Hún er sögð hafa valið fórnarlömb sín af mikilli natni, yfirleitt eldri konur sem hún bauð far heim eftir bænastundir. Örvænting vegna hárra skulda hafi drifið hana áfram í að myrða og ræna konurnar, eftir að hafa byrlað þeim eitur sem hún faldi í glasi af ávaxtasafa.

Ekki hefur verið gefið uppi hvaða skáldsögur Agöthu Christie hún byggði á, en nokkrar þeirra lýsa morðum með hjálp lyfja. Glæpasögur Christie njóta gríðarlegra vinsælda í Íran, en hún heimsótti landið nokkrum sinnum á meðan hún lifði og lét m.a. eina sögu sína gerast í Íran.

Yfirlögregluþjónn í borginni Qazvin þar sem Mahin var handtekin segir hana þjást af geðröskun sem stafi af því að hún hafi ekki verið elskuð af móður sinni. Lögreglan hafði þar til nýlega haft litla hugmynd um hver morðinginn væri fyrr en umferðarsekt sem Malin hlaut skömmu eftir eitt morðið kom þeim á sporið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler