Kveikti í kynfærum drukkins Breta

Grísk kona gaf sig fram við lögreglu á eyjunni Krít eftir að hún hellti áfengum drykk í klofið á breskum karlmanni og bar eld að. Atvikið átti sér stað á skemmtistað og hafði Bretinn tekið niður buxur sínar. Veifaði hann kynfærunum í átt að kvenfólki, káfaði á konunni og bað hana um að snerta sig. Hann hlaut annars stigs bruna á og við kynfæri.

Konunni sem er 26 ára hefur verið fagnað sem þjóðhetju eftir atvikið, og vitni að íkveikjunni klöppuðu ákaft fyrir henni. Konan fer fyrir dómara í dag en hún heldur því fram að þetta hafi verið réttur hennar til að verja sig kynferðislegri áreitni.

Konan og Bretinn voru að skemmta sér á næturklúbbi á ströndinni við Malia, en þangað sækja ungir Bretar í miklum mæli á sumrin. Bretinn sem er 23 ára var mjög drukkinn þegar hann beraði sig inni á staðnum. Konan bað hann tvívegis um að láta sig í friði áðr en hún hellti úr glasi sínu Ouzo, sem er mjög eldfim áfengistegund. Þegar hann kom aftur nærri henni tók upp kveikjara sinn og beindi að skapahárum Bretans unga. 

Konan verður að öllu líkindum ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að stofna gestum skemmtistaðarins í hættu með athæfi sínu. Hún ætlar að sama skapi að lögsækja Bretann fyrir kynferðislega áreitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler