Dúfan var fljótari en tölvupósturinn

Með nýjustu fjarskiptatækni hefur heimurinn skroppið saman og hægt er að senda gögn milli heimshluta á örskömmum tíma - nema að því er virðist í Suður-Afríku þar bréfdúfur eru fljótari í förum en tölvupóstur.

Upplýsingatæknifyrirtækið Unlimited IT  í Durban skoraði á stærstu vefveitu landsins, Telkom í óvenjulega keppni. Flytja átti fjögurra gígabæt af upplýsingum 80 km vegalengd. Telkom átti að senda gögnin með tölvupósti en Unlimited tefldi fram bréfdúfunni Winston.

Minnislykill með 4 GB minni var bundinn við fót Winstons sem flaug af stað. Dúfan kom á áfangastaðinn eftir   klukkutíma og 8 mínútur  og það tók annan klukkutíma að hlaða gögnunum niður í tölvu. Þá höfðu aðeins um 4% af gögnunum komist á leiðarenda með ADSL tengingu Telkom.   

Telkom sagðist ekki bera ábyrgð á því hve nettengingin væri hæg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson