Lögreglan vill stöðva þuklara

Lögreglan vill taka höndum saman og koma í veg fyrir …
Lögreglan vill taka höndum saman og koma í veg fyrir þukl og káf. Reuters

Lögreglan í Tókýó í Japan hefur skorið upp herör gegn hópi manna sem þreifa á og þukla á fólki, þó aðallega konum, í farþegalestum. Um sérstakt átak lögreglunnar er að ræða og stendur það í eina viku.

Lögreglumenn í dulargervi verða staðsettir í lestum í þeim tilgangi að standa þuklara að verki í þéttsetnum lestum.

Rúmlega 6.000 manns voru handtekin í fyrra grunuð um að hafa káfað á fólki eða tekið ljósmyndir af því í heimildarleysi.

Kannanir hafa sýnt fram á að rúmlega tvær af hverjum þremur ungum konum hafi orðið fyrir barðinu á slíkri hegðun. Til að sporna við slíku athæfi hafa lestarfyrirtæki kynnt til sögunnar lestarvagna sem eru einvörðungu ætlaðir konum.

Þeir sem gerast sekir um þukl eða káf geta átt von á því að verða dæmdir í sjö ára fangelsi.

Fréttir herma að lögreglan hafi sérstakar áhyggjur af því að brotamennirnir noti netið til að skipuleggja sig, og hafi þannig myndað hópa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant