Hæsti maður í heimi í ástarleit

Sultan Kosen frá Tyrklandi er hæsti maður í heimi, en hann er 2,47 metrar á hæð. Þetta hafa forsvarsmenn Heimsmetabókar Guinness staðfest og var greint frá þessu í London í dag, þar sem nýjasta heimsmetabókin var kynnt.

Kosen, sem er 27 ára, er um 10 cm hærri en Bao Xishun sem átti metið.

Hendurnar á Kosen eru 27,5 cm langar og fæturnir 36,5 cm.

Ástæða þess að Kosen er jafn stór sem raun ber vitni er sú að  heiladingullinn í honum framleiddi of mikið vaxtarhormón í bernsku. Tyrkinn risavaxni vonast til þess að frægðin leiði til þess að hann finni ástina.

„Það fyrsta sem ég vill gera er að eignast bíl sem ég passa inn í, en fyrst og fremst þá langar mig til að kvænast,“ sagði hann.

„Hingað til þá hefur það reynst erfitt fyrir mig að eignast kærustu. Ég hef aldrei verið með stelpu, því þær eru vanalega hræddar við mig. Nú vona ég að ég muni eignast kærustu,“ segir Kosen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson