Klósettslanga loks handsömuð

Eftir þriggja mánaða eltingarleit hefur loksins tekist að handsama þriggja metra langa kyrkislöngu sem lifað hefur í klóaklögnum í íbúðarhúsi einu Manchester í Bretlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. 

Talið er að fyrrum íbúi hússins hafi skilið slönguna eftir þegar hann var borinn út vegna ríflega einnar milljón króna leiguskulda. 

Kyrkislangan hefur sl. þrjá mánuði verið að renna sér upp úr klósettskálum íbúðarhússins við mikla skelfingu íbúa. Þeir höfðu gripið til þess ráðs að setja múrsteina ofan á klósettlokin til þess að koma í veg fyrir að slangan kæmist upp úr skálunum. Nýverið tókst hugrökkum íbúa hússins loks að lokka slönguna ofan í fatakörfu. 

Slangan hefur gengið undir nafninu Keith á síðustu mánuðum, en talið er að um kvenkyns kyrkislöngu sé að ræða. 

Samkvæmt Jimmy Ratcliff,  talsmanni dýraverndunarsamtaka í Bretlandi, er alls ekki óþekkt að slöngur geti hreiðrað um sig í pípulögnum húsa.  Segir hann ljóst að kyrkislangan hafi unað sér ágætlega í lögnunum. „Það er í sjálfu sér ekki óvenjulegt að snákar komi sér fyrir í lögnum. Hins vegar verður það að teljast mjög sérstakt að dýr af þessari stærðargráðu hafi tekið hafst þarna við. Kyrkislangan hefur væntanlega ekki átt í neinum vandræðum með að ferðast upp og niður lagnakerfið og hefur væntanlega lifað á rottum sem hafast við í holræsakerfinu.“

ATHUGASEMD

Tekið skal fram að fréttin sem greint var frá á BBC var á lista yfir mest lesnu fréttir þess vefjar. Hins vegar er fréttin frá árinu 2005 og því gömul frétt. Eru lesendur mbl.is beðnir afsökunar á þessum mistökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant