Eldri borgarar rændu búð til að gera lífið spennandi

Mulhearns og Adams rændu búð til að gera lífið meira …
Mulhearns og Adams rændu búð til að gera lífið meira spennandi

Tveir ellilífeyrisþegar, sem taldir eru vera elsta glæpatvíeyki Skotlands, voru í dag dæmdir til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir að ræna 7.500 pundum úr verslun í vesturhluta Glasgow.

Richard Mulhearn, 70 ára, og James Adams, 72 ára, játuðu að hafa framið ránið í október í fyrra. Þeir unnu saman með þeim hætti að Mulhearn hélt athygli starfsmanns búðarinnar á meðan Adams stakk af með þýfið. Þegar lögregla gerði síðar húsleit heima hjá Mulhearn og fann seðlabúnt undir púða í stofunni hélt hann því sjálfur fram að peningarnir væru lífeyrir sem hann vildi spara til jólanna. Mulhearn hefur síðan gengist við glæpnum og beðist afsökunar. Hann hefur gengist undir tvær hjartaaðgerðir og þjáist af gigt. 

Adams samsinnti fyrir rétti að vegna aldurs og líkamlegs ástands ætti hann ekki að hegða sér með þeim hætti se hann gerði. Lögfræðingur Adams útskýrði hinsvegar fyrir réttinum að ellilífeyrisþeginn hefði framið ránið af því að honum þótti það gera lífið meira spennandi. „Hann lætur stjórnast af hvatvísi og finnur fyrir kitlandi spennu við að brjóta lögin sem minnir hann á að hann sé enn á lífi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler