„Jesú“ á salernishurð í Ikea

Andlitið er greinilegt í hurðinni. Hver og einn verður að …
Andlitið er greinilegt í hurðinni. Hver og einn verður að gera upp við sig hvort þetta sé Jesús, Gandálfur, Benny Anderson eða jafnvel David Beckham, sem er kominn með skegg.

Viðskiptavinir Ikea í Glasgow í Skotlandi hafa margir hverjir rekið upp stór augu þegar þeir hafa skroppið á salerni verslunarinnar. Á salernishurð karlaklósettsins má sjá andlit af skeggjuðum manni með sítt hár. Sumir vilja meina að þarna sé mynd af Jesú Kristi.

Gárungarnir segja hins vegar að þarna sé Gandálfur úr Hringadróttinssögu á ferð eða jafnvel einn úr sænsku poppsveitinni ABBA.

Haft er eftir viðskiptavini verslunarinnar á vef breska blaðsins Telegraph að þetta hafi komið honum á óvart. „Það er mjög greinilegt í viðnum,“ segir hann.

„Ég ætlaði bara að skreppa á salernið, en fann Guð.“

Yfirmenn Ikea segja hins vegar að myndin sé af Benny Anderson úr hljómsveitinni ABBA. Talskona verslunarinnar segir sænsku áhrifin sé að finna víða í verslunum fyrirtækisins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant