Reyndi að smygla skriðdýrum með því að líma þau við sig

Maðurinn kom snákunum fyrir í sokkum sem hann límdi á …
Maðurinn kom snákunum fyrir í sokkum sem hann límdi á búkinn með límbandi.

Norskir tollverðir handtóku karlmann sem reyndi að smygla 14 snákum og 10 eðlum inn í landið. Maðurinn kom dýrunum fyrir í sokkum og hylkjum sem hann límdi á búkinn og við fæturna.

Hann kom slöngunum, sem voru stórar en ekki eitraðar, fyrir í sokkum sem hann hafði rúllað upp, en eðlunum kom hann fyrir í litlum hylkjum á fótleggjunum.

Maðurinn, sem er frá Kristiansand í Noregi, var handtekinn á sunnudag er hann kom til landsins með ferju frá Danmörku.

Yfirmaður tollgæslunnar segir að maðurinn hafi haldið því fram að hann væri yfir sig hrifinn af skriðdýrum.

Dýrin fundust við líkamsleit eftir að tollverðirnir fundu tarantúlu kónguló í farangri mannsins.

Grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað að selja dýrin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant