Eftirlýstur þjófur sendi dagblaði mynd af sjálfum sér

Eftirlýstur karlmaður sendi dagblaði ljósmynd af sjálfum sér vegna þess að hann var óánægður með þá mynd sem hafði birst af sér í blaðinu, sem lögreglan hafði sent blaðinu og dreift víðar.

Lögreglan í Suður-Wales sendi fjölmiðlum mynd af Matthew Maynard, sem hún lýsir eftir í tengslum við innbrot. En þetta var liður í aðgerðum lögreglu til að sporna við innbrotum og þjófnuðum í Swansea.

Hinn 23 ára gamli Maynard var hins vegar ekki alls kostar sáttur þegar hann sá myndina sem birtist af sér í Evening Post í Suður-Wales. Hann sendi blaðinu nýja mynd af sér úr farsímanum sínum, en á myndinni stendur hann fyrir framan lögreglubifreið. Blaðið brást við með því að birta myndina á forsíðunni.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu þar sem blaðinu er þökkuð myndbirtingin. „Nú vita allir í Swansea hvernig hann lítur út,“ segir í tilkynningunni frá lögreglunni.

Maynard hefur látið hafa eftir sér að hann muni gefa sig fram við lögreglu. Það verði hins vegar ekki fyrr en eftir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson