Kynlífaðferðin skiptir ekki öllu

Konur geta orðið þungaðar þrátt fyrir að standa við kynlífsathöfnina
Konur geta orðið þungaðar þrátt fyrir að standa við kynlífsathöfnina mbl.is

Ríflega einn af hverjum tíu Bretum telja að kona geti ekki orðið þunguð ef hún er standandi við kynlífsathöfnina. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem birt var í dag um kynlíf og þekkingu Breta á kynlífi og afleiðingum þess.

19% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vissu ekki að kona getur orðið ófrísk á meðan blæðingum stendur og að það útiloki ekki þungun ef karlmaðurinn dregur lim sinn út úr leggögnum hennar áður en hann fær fullnægingu, að því er segir í niðurstöðu könnunarinnar  sem unnin var með styrk frá breskum stjórnvöldum.

Á meðan 11% aðspurðra töldu að það að stunda kynlíf standandi væri örugg getnaðarvörn þá ræddu 37% aldrei um getnaðarvarnir við rekkjunauta sína.

Alls tóku tvö þúsund Bretar á aldrinum 16-50 ára þátt í könnuninni. Meðal þess sem kom fram var að 27% þora ekki að spyrja spurninga sem þeir vildu gjarna fá svör við og að 47% ræða aldrei kynlíf við vini sína. Jafnvel þeir sem ræða kynlíf snúa því í flestum tilvikum, 62%, upp í grín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler