Hjó göng til að geta lagt bílnum

Stúlkur með drykkjarvatnspotta í Patna, höfuðstað Bihar-héraðs á Indlandi.
Stúlkur með drykkjarvatnspotta í Patna, höfuðstað Bihar-héraðs á Indlandi. Reuters

Indverskur þorpsbúi sýni óvenjulega staðfestu þegar hann notaði hamar og meitil til að höggva göng í gegnum fjall, til þess að hann gæti lagt bílnum sínum við húsið sitt. Verkið tók hann 14 ár.

„Ég gat ekki lagt bílnum nálægt húsinu mínu því fjallið var fyrir,“ segir maðurinn, Ramchandra Das sem býr í Gaya í Bihar héraði. Hann er nú 53 ára gamall en hann var tæplega fertugur þegar hann hóf hamarinn fyrst á loft. Das segir að óttinn við að þjófar myndu stela bílnum hans hafi knúið hann af stað við að höggva göngin, sem hann gerði einn síns lið því yfirvöld neituðu að styrkja hann til verksins.

„Ég þurfti alltaf að skilja bílinn minn eftir í órafjarlægð svo ég ákvað að taka málin í eigin hendur,“ segir Das, sem slapp þó við að bílnum yrði stolið þau 14 ár sem tók hann að ljúka bílskúrnum óvenjulega. Seigla hans kemur þó öðrum þorpsbúum vel, því áður þurftu þeir að ferðast langa vegalengd til að komast í kringum fjallið, margir fótgangandi. Núna fá þeir að stytta sér leið út á akrana í gegnum göngin hans Das og kunna honum miklar þakkir fyrir.

„Það er sjaldgæft að hitta mann sem er tilbúinn að leggja svo mikið á sig til að ná takmarki sínu,“ segir talsmaður bæjarstjórnarinnar, Prabhat Kuar Jha.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson