Súkkulaðigarður opnar í Peking

Kínverjar flykktust í nýjan súkkulaðigarð sem opnaði í dag í Peking, en þar má m.a. sjá súkkulaðiafsteypur af Kínamúrnum, Terracotta hernum og jafnvel heilan súkkulaði BMW.  Hönnuðir garðsins, sem nefnist „Undraheimur súkkulaðisins" og stendur í fyrrum Ólympíuþorpinu, vonast til þess að súkkulaðisala aukist í kjölfarið í Kína, en þar í landi er sælgætið alls ekki eins vinsælt og á Vesturlöndum.

Garðurinn er 20 þúsund fermetrar og samanstendur af þremur sölum þar sem sjá má súkkulaðisýningargripi af öllum stærðum og gerðum. Einn sýningarsalurinn er tileinkaður íþróttum og má þar m.a. sjá súkkulaðikörfuboltamann stökkva að körfunni. 10 metra langt súkkulaðimódel af Kínamúrnum vekur líka mikla athygli en vinsælastur er þó BMW súkkulaðibíllinn.

Samkvæmt kínverska dagblaðinu China Daily tók það 10 handverksmenn um 6 mánuði að búa til bílinn úr 4 tonnum af súkkulaði. Í öðrum sýningarsal má sjá risastóran súkkulaðigosbrunn sprauta 1,5 tonni af fljótandi súkkulaði upp í loftið og minnir það óneitanlega á bók Roald Dahl um Kalla og sælgætisgerðina.

Á safninu er einnig að finna margskonar fróðleik um sögu og útbreiðslu súkkulaðisins og súkkulaðigerðarhefðir í löndum eins og Sviss og Belgíu. Sá sýningarsalur sem er hvað þéttsetnastur er tileinkaður sælgæti þar sem boðið er upp á gagnvirka leiki og sýningar sem m.a. gera gestum kleift að smakka mismunandi sælgætisbragðtegundir hvaðanæva að úr heiminum.

Aðgangurinn á safnið er 80 júan, eða um 1.500 kr íslenskar, sem er hátt verð fyrir kínverska neytendur.  Skemmtigarðurinn verður aðeins opin til loka aprílmánaðar, þegar of hlýtt verður í veðri fyrir súkkulaðið. Hann verður svo opnaður að nýju í janúar á næsta ári, með nýjum uppstillingum.

Undraheimur súkkulaðisins í Peking er að vísu ekki alveg jafnævintýralegur …
Undraheimur súkkulaðisins í Peking er að vísu ekki alveg jafnævintýralegur og í Kalla og sælgætisgerðinni, en kemst nærri því.
Gestur safnsins skoðar Terracotta hermenn gerða úr súkkulaði
Gestur safnsins skoðar Terracotta hermenn gerða úr súkkulaði AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson