Tók upp salernisferðir viðskiptavina

Myndin tengist fréttinni óbeint.
Myndin tengist fréttinni óbeint.

Spænskur hárgreiðslumaður var handtekinn nýverið í Sevilla eftir að myndbandsupptökuvél fannst inni á salerni hárgreiðslustofu hans. Maðurinn hafði um mánaðaskeið tekið salernisferðir viðskiptavina upp, hlaðið inn á tölvu sína og talað yfir myndböndin. Þau rötuðu þó ekki á Veraldarvefinn.

Lögreglu barst ábending frá konu sem lét skerða hár sitt á stofu mannsins. Tók hún eftir myndbandsupptökuvélinni á milli krukka inni á salerninu og lét þegar í stað vita. Lögreglumenn réðust inn á stofuna og handtóku hárgreiðslumanninn.

Maðurinn bar við að hafa sett upp myndbandsupptökuvélina til að koma í veg fyrir þjófnað á hárgreiðslustofunni. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum fundi lögregla myndbönd af bæði ungum stúlkum og eldri konum, sumar höfuð átt viðskipti við stofuna í mörg ár. Sextán þeirra munu sækja manninn til saka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson