Kona beit eyra af manni í gleðskap

Myndin tengist fréttinni ekki nema óbeint.
Myndin tengist fréttinni ekki nema óbeint.

Bandarísk kona, Anna Godfrey, á yfir höfði sér allt að fimmtíu ára fangelsi verði hún sakelld fyrir að bíta eyra af manni í gleðskap í borginni Lincoln, í Nebraskafylki. Talið er að konan hafi gripið til tannanna eftir að hún var kölluð feit en sjálf segir hún að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Að sögn Önnu var hún í gleðskap hjá vinafólki þegar vísa átti einum gesta, 24 ára karlmanni, á dyr. Maðurinn hafi neitað að yfirgefa húsnæðið og segist Anna hafa hjálpað til. Manninum tókst að koma út úr húsi en fyrir utan tók hann Önnu hálstaki og sá hún sig því nauðbeygða til að beita bolabrögðum.

„Mér þykir leitt að ég hafi bitið af honum eyrað, því það var ekki ætlun mín. Ég var bara reyna losa hann af mér,“ segir Anna Godfrey í samtali við bandaríska fréttavefinn WOWT. Spurð um hvað hafi orðið af eyra mannsins segist Godrey telja að íkornar hafi hlaupið með það burtu þegar hún spýtti því út úr sér.

Saga Önnu er nokkuð frábrugðin sögu fórnarlambsins. Maðurinn, sem er ekki nafngreindur, segir að vísu rétt með farið, að honum - og tveimur félögum - hafi verið vísað á dyr en þeir hafi hins vegar farið möglalaust.

Á leiðinni út og fyrir utan húsið hafi hann þó lent í orðaskaki við einn gesta, Önnu,  og þá meðal annars kallað hana feita. Það hafi greinilega verið of stór biti fyrir hana að kyngja enda hafi Anna hlupið á eftir manninum, tæklað hann og rifið eyrað í sig.

Taka ber fram að ekki fór allt eyrað af manninum í átökunum en nokkuð stór hluti þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler