Hættulegur drykkjuleikur nær vinsældum

Ungmenni kjósa að hella vodka í augun á sér til …
Ungmenni kjósa að hella vodka í augun á sér til að ölvast.

Ungmenni í Bretlandi og Bandaríkjunum virðast í auknum mæli leggja stund á drykkjuleik sem felur í sér að hella vodka í augun á sér. Á það að tryggja mesta ölvun á sem stystum tíma. Þegar eru komin fram tilvik þar sem þátttakendur sköðuðu augu sín til frambúðar.

Talið er að drykkjuleikurinn eigi rætur sínar að rekja til skemmtanaglaðra ungra Breta. Með hjálp upplýsingatækninnar eru til fjölmörg myndbönd af ungmennum hella vodka í augun á sér sem virðist aftur hafa heillað bandarísk ungmenni til að gera það sama.

Bandaríska sjónvarpsstöðin FOX ræddi við augnlækninn Robert Stutman um drykkjuleikinn og mögulegar afleiðingar hans. Robert bendir á að vodka er fjörtíu til fimmtíu prósent alkóhól og getur auðveldlega valdið skemmdum á sjónhimnu augans, sem er afar viðkvæm. Hann segist telja líkur á því að drykkjuleikurinn geti leitt til blindu.

Myndband af ungum karlmanni leggja stund á drykkjuleikinn hættulega

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant