Stuðuðu níræða, rúmliggjandi ömmu

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu.
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu. Reuters

Bandarísk yfirvöld hafa verið ásökuð um að beita rafbyssu á rúmliggjandi, níræða konu. Barnabarn konunnar hringdi í neyðarlínuna þegar það fór að hafa áhyggjur af því að amma sín hefði ekki tekið lyfin sín. Í stað læknis kom tylft vopnaðra lögreglumanna til bjargar.

Þegar gamla kona, Lona Vernon, skipaði lögreglumönnunum að koma sér úr húsi sínu, brugðust þeir illa við. Lögreglumaðurinn Thomas Duran á, að sögn, að hafa ákveðið að frú Vernon væri árásargjörn. Því næst skipaði hann að hún yrði stuðuð.

Barnabarnið, Lonnie Tinsley, á þá að hafa hrópað, óttaslegið: „Ekki stuða ömmu mína!“

Því næst munu lögreglumennirnir hafa hótað Tinsley með rafbyssunum sínum. Að lokum var ráðist á hann og hann fjarlægður úr herberginu. Var honum fleygt í gólfið, hann handjárnaður og settur inn í lögreglubíl. Eftir að lögreglumennirnir höfðu afgreitt Tinsley, sneru þeir sér aftur að ömmunni.

Samkvæmt skýrslu lögreglumannsins Duran, mun frú Vernon þá hafa tekið sér árásárgjarna stöðu í sjúkrarúmi sínu. Til að tryggja öryggi lögreglumannsins, eins og Duran komst að orði, steig annar lögreglumaður á súrefnisslöngu gömlu konunnar uns hún fór að missa andann. Þá tók þriðji lögreglumaðurinn til þess ráðs að stuða hana með rafbyssu, en skotið á að hafa geigað eitthvað. Sá fjórði skaut ömmuna aftur, í þetta skiptið í bringuna. Í kjölfarið fylgdi gríðarlegur sársauki, enda mikil rafspenna í skotinu. Að lokum leið yfir frú Vernon.

Eftir að amman hafði verið stuðuð var hún handtekinn. Eiga lögreglumennirnir að hafa gert það með slíku offorsi, að viðkvæm húð frú Vernon hlaut blæðandi sár.

Eftir að sárin höfðu gróið á spítala í nágrenninu var Lona lokuð inni á geðdeild að kröfu lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson