Heimur inni í svartholum

Samkvæmt Nikodem Poplawski kann heimur okkar að vera inni í …
Samkvæmt Nikodem Poplawski kann heimur okkar að vera inni í svartholi sem er svo aftur staðsett inni í öðrum heimi.

Vísindamaðurinn Nikodem Poplawski heldur því fram að inni í hverju svartholi kunni að finnast alheimur. Vísindamaðurinn er eðlisfræðingur við Indiana háskóla í Bloomington og hefur einbeitt sér að fræðilegri eðlisfræði og hefur unnið að þessum vangaveltum um nokkurt skeið.

Hann segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að möguleiki sé á því að heill heimur gæti leynst inni í hverju svartholi sem myndi merkja að okkar heimur kynni einnig að vera inni í svartholi.

„Kannski eru risastór svarthol í miðju vetrarbrautarinnar sem geta brúað bilið inn í aðra heima" segir hann meðal annars í kenningu sinni. Til ítarefna má geta að hann hefur notað Einstein-Cartan-Kibble-Sciama þyngdaraflskenninguna í greiningu sinni og lesa má nánar um athuganir hans í tímaritinu Physics Letters B.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson