Talað í farsíma fyrir tæpri öld?

Charlie Chaplin.
Charlie Chaplin.

Brot úr kvikmyndinni The circus, sem Charlie Chaplin gerði árið 1928, hefur farið sigurför um netið að undanförnu en á þessu myndskeiði sést kona á gangi og virðist vera að tala í farsíma.

Það er norður-írski kvikmyndagerðarmaðurinn George Clarke, sem tók eftir þessu. Segist hann hafa keypt DVC útgáfur af myndum Chaplins og þegar hann var að horfa á aukaefni, sem fylgdi myndinni The Circus, tók hann eftir konu, sem kom ein út úr kaffihúsi, hélt einhverju við vinstra eyrað og virtist vera að tala.  

Er þessi kona tímaflakkari? veltir Clarke fyrir sér. Milljónir manna hafa skoðað myndskeiðið á vefnum YouTube og þær hafa ýmsar skoðanir á málinu. Komið hefur fram sú kenning, að konan sé með heyrnartæki, sem þýska fyrirtækið Siemens framleiddi á þessum tíma og var á stærð við núverandi farsíma.

Clarke segir hins vegar við breska útvarpið BBC, að hann efist um að endanleg skýring fáist.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant