Kúnstin að kveikja upp

Það skiptir máli að kunna að kveikja upp.
Það skiptir máli að kunna að kveikja upp. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fólk kann ekki að kveikja upp, segir Edvard Karlsvik, rannsóknarmaður hjá SINTEF-rannsóknarstofnuninni. Hann segir þetta um Norðmenn en þar er alvanalegt að fólk hiti upp híbýli sín með viðarkyntum ofnum eða kamínum. Margir hér á landi eru með kamínur eða arna í heimilum sínum og sumarhúsum.

Karlsvik sagði sláandi dæmi um þetta í samtali við Bergens Tidende. Nýbakaðir kamínueigendur kveiktu glaðir upp í nýja viðarofninum sínum. Í stað þess að heimilið fylltist hlýju og notalegheitum uppskáru þau hósta, tárvot augu og stofu fulla af reyk. Þau höfðu samband við framleiðandann og kvörtuðu.

„Þegar framleiðandinn fór að kanna málið komst hann að því að viðarofninn stóð í miðri stofunni og var ekki tengdur við strompinn. Þau sem keyptu hann töldu að bruninn í honum væri hreinn og þyrfti því ekki að tengja hann við skorsteininn,“ sagði Karlsvik.

Hann segir að fólk þurfi að læra að kveikja upp. Sé ekki staðið rétt að því losni meira af óæskilegum efnum við brunann. Rekja má 59% af svifryki í Noregi til viðarkyndingar.

Lykilatriði eru m.a. að eldiviðurinn sé vel þurr, að ofninn og skorsteinninn trekki vel og að kveikt sé upp efst á eldiviðnum með uppkveikikubbi. Einnig að kveikt sé upp með litlum þurrum viðarbútum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant