Venusarhæðir valda deilum

Vefur Toscanis.
Vefur Toscanis.

Ítalski ljósmyndarinn Oliviero Toscani hefur enn einu sinni valdið deilum með ljósmyndum sínum, í þetta skiptið vegna dagatals sem hann hefur sent frá sér með myndum af venusarhæðum kvenna.

Femínistar hafa gagnrýnt Toscani harðlega og eftirlitsnefnd með auglýsingum segir að dagatalinu verði ekki dreift óbreyttu. 

Dagatalið er gefið út á vegum samtaka leðurframleiðenda í Toscanahéraði á Ítalíu, sem segjast súta húðir með gömlum og náttúrulegum aðferðum. Voru myndir Toscani valdar þar sem þær þóttu tákna ótamda náttúrulega kvenlega fegurð. 

En þeir sem gagnrýna myndirnar segja að þær séu niðurlægjandi fyrir konur og ósiðlegar. Roberta Gavagna, talsmaður samtaka gegn heimilisofbeldi segir, að enn einu sinni séu líkamar kvenna notaðir í auglýsingaskyni. „Er Toscani að gefa í skyn að kjarni konunnar sé í kynfærum hennar?" spurði hún.

Toscani sagði við AFP, að hann hefði viljað afhjúpa hræsnina í gerilsneyddum tískumyndum með dagatalinu en þar eru birtar myndir af  ósnyrtum sköpum kvenna, ein fyrir hvern mánuð.  

Toscani, sem er 69 ára, hefur oft áður valdið deilum. Hann sá meðal annars um umdeildar auglýsingaherferðir ítalska fataframleiðandans Benetton. Árið 2007 tók hann myndir af frönsku fyrirsætunni Isabelle Caro fyrir herferð gegn átröskun. Caro lést í nóvember, 28 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson