Rekinn fyrir jólakort

Forstjóri sænskrar leigubílastöðvar hefur verið rekinn fyrir að senda starfsmönnum sínum rafrænt jólakort með dónalegri kveðju og mynd af konum í nærfötum.

Steffan Pettersson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvar í Örebro, sendi starfsfólki stöðvarinnar rafrænt jólakort með mynd af neðri hluta þriggja kvenna í nærfötum. Að sögn blaðsins  Nerikes Allehanda sagðist Pettersson hafa fengið þrjár konur, sem vinna á skiptiborði stöðvarinnar, til að sitja fyrir og starfsmenn gætu getið upp á hver væri hver á myndinni. 

 „Rétta svarið verður verðlaunað á næsta starfsmannafundi," sagði í jólakortinu.

Nokkrir starfsmenn og fjölskyldur kvennanna þriggja tóku þetta óstinnt upp og kvörtuðu við stjórn fyrirtækisins. Stjórnin tók ákvörðun um að segja Pettersson upp án tafar og hefur blaðið eftir stjórnarformanninum, að ekki sé hægt að líða kynferðislega áreitni af þessu tagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant