Samsæriskenningar um tunglstöðu

Laugardagurinn verður sannkallaður tungldagur.
Laugardagurinn verður sannkallaður tungldagur. Reuters

Á laugardaginn næstkomandi verður svokallað „ofurtungl“ (e. supermoon), sem þýðir að tunglið verður staðsett á sporbaugi sínum eins nálægt jörðu og hægt er. Ekki nóg með það heldur verður einnig fullt tungl.

Ýmsar samsæriskenningar ganga nú um netið vegna þessa og vilja margir tengja tunglstöðuna við hamfarirnar í Japan. Spekúlantar vilja meina að ofurtunglið eigi eftir að valda usla á jörðinni sem lýsir sér í auknum jarðhræringum og aukinni eldvirkni. Breskir vísindamenn vísa þessum kenningum þó á bug.

Að sögn Dr. Roberts Massey, hjá konunglega stjarnfræðifélaginu, er ekkert sérstakt við jarðnánd tunglsins þann 19. mars. Tunglið verður í um þrjúhundruð og sextíu þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu á þeim degi, en sú staða hefur komið upp fimmtán sinnum á síðastliðnum fjögurhundruð árum. „Það er engin ástæða til þess að halda því fram að tengsl séu á milli ofurtunglsins svokallaða og jarðskjálftans sem er nýafstaðinn. Það eru heldur ekki nein önnur óeðlileg fyrirbæri sem tengjast ofurtunglinu, fyrir utan þá miklu sjávarhæð sem við verðum vör við tvisvar á mánuði,“ sagði Massey í samtali við kínverska fréttamiðilinn xinhua.

Jarðskjálftinn í Japan reið yfir landið átta dögum fyrir hið svokallaða ofurtungl og segir Dr. Bruce Malamud, jarðeðlisfræðingur við landafræðideild King's College í Lundúnum, að útilokað sé að tunglstaðan hafi haft, eða muni hafa, áhrif á innri öfl jarðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant