Sakaður um að dreifa barnaklámi vegna ólæstrar nettengingar

Löggæsluyfirvöld ráðleggja fólki að læsa þráðlausum internettenginum sínum með lykilorði.
Löggæsluyfirvöld ráðleggja fólki að læsa þráðlausum internettenginum sínum með lykilorði.

Karlmanni í New York-ríki í Bandaríkjunum brá heldur betur þegar alríkislögreglumenn réðust inn á heimili hans vopnaðir og hrópuðu að hann væri barnaníðingur. Málið reyndist byggt á misskilningi sem rekja mátti til internettengingar mannsins.

„Við vitum hver þú ert! Þú hlóðst niður þúsundum mynda klukkan hálf tólf í gærkvöldi,“ hefur lögmaður mannsins eftir lögreglumönnum.

Maðurinn var ekki lengi að átta sig á því hvað hefði valdið misskilningnum. Hann hafði nýlega fjárfest í þráðlausum leiðarstjóra (e. router) og gefist upp á því að læsa honum með lykilorði. Því gerði hann ráð fyrir því að einhver notaði internettenginguna hans til þess að fremja verknaðinn.

Atvikið átti sér stað í mars. Lögreglumennirnir leituðu að sönnunargögnum í tölvum mannsins og eiginkonu hans í um tvær klukkustundir sem og í iPad þeirra og símum. Eftir að þeir höfðu rannsakað raftækin var ljóst að útskýring mannsins var rétt. Viku síðar var tuttugu og fimm ára gamall nágranni mannsins handtekinn og kærður fyrir að dreifa barnaklámi.

Löggæsluyfirvöld segja að þetta atvik sé víti til varnaðar og ráðleggja fólki að læsa þráðlausum internettenginum sínum með lykilorði.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp á. Árið 2009 leit alríkislögreglan við hjá öðrum manni í New York-ríki í sama tilgangi. Sá reyndist saklaus, en nágranni hans játaði hins vegar að hafa hlaðið niður barnaklámi í framhaldinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson