Kynlíf hluti af þjónustunni

Lögregla Arizona í Bandaríkjunum hefur handtekið tuttugu liðsmenn trúarhreyfingar sem nefnist  „Goddess Temple" fyrir að hafa boðið kynlífsþjónustu á netinu undir því yfirskini að um trúarlega þjónustu væri að ræða.

Hafa lögregluþjónar starfað með leynd að verkefninu og á lögreglan von á því að fleiri verði handteknir vegna málsins innan tíðar. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í hálft ár og gerði lögregla húsleit á nokkrum stöðum í Phoenix og borginni Sedona. Fundust gögn um að bæði konur og karlar innan hreyfingarinnar stunduðu kynlífsathafnir gegn fjárframlögum til hennar.

Meðal þeirra handteknu er stofnandi Goddess Temple,Tracy Elise, sem var talin hafa rekið svipaða vændisþjónustu í Seattle árið 2009.

Elise á yfir höfði sér ákæru um vændi, rekstur á ólöglegu fyrirtæki og að hafa rekið vændishús. Segir saksóknari að það ákvæði fyrstu greinar bandarísku stjórnarskrárinnar um  trúfrelsi nái ekki yfir viðskipti með kynlíf, sama undir hvaða yfirskini það sé veitt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant