Karlar dotta á klósettinu

Verðbréfamiðlari sofandi í vinnunni.
Verðbréfamiðlari sofandi í vinnunni. Reuters

45% Bandaríkjamanna sofna að minnsta kosti einu sinni í viku annars staðar en í rúminu sínu samkvæmt nýrri könnun sem dýnuframleiðendur þar í landi hafa gert.

Karlar eru líklegri en konur til að dotta annars staðar en í eigin rúmi. Einn af hverjum tíu dottar í vinnu sinni. 7% sofna við messu, 6% í lestum eða rútum og 4% á klósettinu.

„Við erum undrandi á sumum svörum sem við fengum við könnuninni,“ segir talsmaður Better Sleep sem eru samtök dýnuframleiðenda en um 1000 fullorðnir Bandaríkjamenn svöruðu henni. „Einn maður sofnaði upp á húsþaki og annar sofnaði er hann var að taka atvinnuviðtal. Þá var einn kennari sem sofnaði við kennaraborðið fyrir framan nemendur sína.“

Í sömu könnun kom í ljós að sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum dauðlangar að sofna frekar en að stunda kynlíf en nokkrir þátttakendur viðurkenndu að sofna stundum á meðan kynmökum stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler