Konungurinn jarðsettur á ný í Serbíu

Pétur II Karadjordjevic, síðasti konungur Júgóslavíu, í einkennisbúningi konunglega breska …
Pétur II Karadjordjevic, síðasti konungur Júgóslavíu, í einkennisbúningi konunglega breska flughersins í síðari heimsstyrjöldinni. Wikipedia

Síðasti konungur Júgóslavíu, Pétur II Karadjordjevic, var í dag jarðsettur á ný í Serbíu 43 árum eftir að hann lést í Bandaríkjunum, en hann flúði Júgóslavíu í síðari heimsstyrjöldinni skömmu áður en þýskir nasistar hernámu landið.

Karadjordjevic tók við krúninni árið 1934 eftir að faðir hans, Alexander I, var myrtur í frönsku borginni Marseille en þá var hann einungis 11 ára gamall. Hann verður jarðsettur við hlið móður sinnar Maríu, sem var barnabarnabarn Viktoríu Bretadrottningar, og eiginkonu sinnar Alexöndru, sem var dóttir Alexanders I konungs Grikklands, samkvæmt frétt AFP.

Háttsettir embættismenn verða viðstaddir greftrunina og þar á meðal Tomislav Nikolic, forseti Serbíu, og Ivica Dacic, forsætisráðherra landsins. Þá verða meðlimir konungsfjölskyldunnar einnig viðstaddir og fulltrúar erlendra ríkja.

Konungurinn var í Bretlandi þar til heimsstyrjöldinni lauk en eftir hana bannaði kommúnistastjórn Josips Broz Titó honum að snúa aftur til Júgóslavíu. Hann flutti þá til Bandaríkjanna þar sem hann lést árið 1970, 47 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson