Áreitti strandvörð kynferðislega

Bærinn Spotorno á Ítalíu.
Bærinn Spotorno á Ítalíu. Wikipedia/C1P8

Tæplega áttræð kona hefur verið kærð til lögreglu í bænum Spotorno á Ítalíu fyrir að sitja um ungan strandvörð og áreita hann kynferðislega að því er segir á fréttavefnum Thelocal.it. Konan var í sumarleyfi í bænum þegar hún varð yfir sig hrifin af strandverðinum.

Fram kemur í fréttinni að fyrst í stað hafi konan látið sér nægja að horfa á unga manninn en innan fárra vikna hafi það breyst í ástarbréf og tilraunir til þess að snerta hann gegn hans vilja. Konan var að lokum kærð af vinnuveitanda mannsins sem lýsti hegðun hennar sem linnulausri.

Haft er eftir vinnuveitandanum í ítölskum fjölmiðlum að fyrst í stað hafi hegðun konunnar aðeins þótt fyndin. „Að kona sem er næstum áttræð hafi áhuga á ungum manni sem er meira en þrisvar sinnum yngri en hún. Það gerist vissulega ekki á hverjum degi.“ Smám saman hafi hegðunin hins vegar undið upp á sig og farið að standa unga manninum fyrir þrifum við að sinna störfum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant