„Sannaði“ að samkynhneigð sé röng

Chibuihem Amalaha, sem telur sig hafa sannað að samkynhneigð sé …
Chibuihem Amalaha, sem telur sig hafa sannað að samkynhneigð sé í eðli sínu röng Af vef Huffington Post

Chibuihem Amalaha, nemandi við Lagosháskóla í Nígeríu, segist hafa sannað að samkynhneigð sé röng út frá lögmálum eðlisfræðinnar. Hann bar saman tvo segla, þar sem norðurpóll og norðurpóll ýttu hvor öðrum í burtu. „Svona notaði ég vísindin til að sanna að hjónaband samkynhneigðra er rangt,“ segir hann.

Með þessu telur hann sig hafa sýnt fram á að samkynhneigð sé andstæð lögmálum náttúrunnar, þar sem tveir eins pólar geti ekki laðast hvor að öðrum. Huffington Post hefur þetta eftir nígeríska fréttavefnum This Day.

Lagosháskóli hefur sagt niðurstöðu Amalaha brjóta blað í rannsóknum á samkynhneigð, og að hann muni fá Nóbelsverðlaunin fyrir niðurstöður sínar.

Tímaritið Mamaonline.com í Suður Afríku segir niðurstöðurnar „fáránlegar,“ og ekki megi á milli sjá hvort sé í verri málum, kennslan við Lagosháskóla eða blaðamennskan á This Day.

Niðurstöður „vísindamannsins“ rýma hins vegar ágætlega við lög Nígeríu um samkynhneigða. Þar getur „samkynhneigt athæfi“ kostað fólk 14 ár í fangelsi eða að vera grýtt til bana.

Huffington post segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson