Neituðu að sækja mann á Mont Blanc

Frá Mont Blanc
Frá Mont Blanc AFP

Frönsk björgunarsveit neitaði nýverið að sækja pólskan fjallgöngumann á Mont Blanc sem óskaði eftir aðstoð þyrlu við að komast niður af fjallinu  þar sem maðurinn væri ekki neinni hættu.

Svo virðist sem embættismenn og starfsmenn björgunarsveita í Gaint-Gervais í frönsku Ölpunum séu búnir að fá nóg af hjálparbeiðnum frá fjallgöngumönnum sem leggja á tindinn án þess að eiga þangað erindi.

Pólverjinn, sem hringdi og óskaði eftir því að þyrla kæmi að sækja hann, virðist ekki hafa viljað ganga niður sjálfur en hann var í 3.835 metra hæð þegar hann óskaði eftir aðstoð björgunarsveita. Fjallgöngumaðurinn brást ókvæða við er honum var tjáð að hann gæti alveg komið sér sjálfur niður þar sem hann væri ekki í neinni hættu. 

Jean-Marc Peillex, bæjarstjóri í Saint-Gervais, gekk jafnvel svo langt að þegar Pólverjinn pantaði sér einkaþyrlu til að sækja sig á fjallið þá synjaði hann þyrlunni um að fljúga yfir bæinn. Peillex veltir fyrir sér hvort fjallabjörgunarsveitin (PGHM) þurfi að sækja um leigubílaleyfi til þess að sinna fjallgöngumönnum sem ekki nenna að ganga sjálfir niður. 

Í frétt The Local kemur fram að Pólverjinn og bæjarstjórinn hafi tekist á um máið í tvo sólarhringa þar til Pólverjinn gafst upp og fór niður fótgangandi með aðstoð leiðsögumanns, sem hann var látinn greiða laun fyrir.

Samkvæmt frétt The Local leggja á milli 350-400 hópar á tind Mont Blanc á hverjum degi yfir sumartímann en fjallið er 4.810 metrar að hæð. 80-100 sinnum er haft samband við björgunarsveitir á  hverju ári og þær beðnar um að sækja fólk á fjallið. Í flestum tilvikum er um göngufólk að ræða sem á ekkert erindi þangað upp vegna þess hversu illa það er undirbúið og búið fyrir fjallgöngu á jafn hátt fjall og raun ber vitni.

En svo eru líka þeir sem þurfa að fá aðstoð björgunarsveita vegna þess að skónum þeirra er stolið líkt kom fram í þessari frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson