„Game of thrones“ dregur fólk til Króatíu

Hafnarborgin Dubrovnik er í þáttunum Game of thrones kallað Kings …
Hafnarborgin Dubrovnik er í þáttunum Game of thrones kallað Kings Landing. Mynd/Wikipedia

Hinir geysivinsælu þættir Game of Thrones, sem meðal annars skarta leikaranum Hafþóri Júlíusi Björnssyni, hafa leitt til þess að ferðamannastraumurinn til Króatíu, þar sem þættirnir eru teknir upp, hefur aukist gríðarlega. 

Þættirnir eru teknir upp á nokkrum stöðum í Evrópu, meðal annars í borgunum Dubrovnik og Split í Króatíu. Dubrovnik er gömul hafnarborg sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin er í þáttunum nefnd Kings landing. Ferðaþjónustuaðilar á staðnum bjóða nú upp á sérstakar „Game of thrones“-göngur um borgina. 

Fyrir stríðið á Balkanskaganum var Króatía vinsæll tökustaður fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Er kvikmyndaiðnaðurinn á staðnum nú að taka við sér á ný að sögn Ivica Mudrinic, sem rekur fyrirtæki í Dubrovnik. „Um leið og eitt kvikmyndaverkefni gengur vel hérna, fylgja önnur í kjölfarið. Auk þess að vera með hentugt landsvæði fyrir kvikmyndatökur hérna, erum við líka með mjög hæft fólk,“ sagði Mudrinic í samtali við CNBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson