Stoppaði fyrir andarungum og fékk sekt

Þessir andarungar eru öryggir á Tjörninni í Reykjavík.
Þessir andarungar eru öryggir á Tjörninni í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Kona í New Hampshire, sem stoppaði bíl sinn til að komast hjá því að aka yfir andarunga, fékk sekt fyrir að stoppa á veginum. Konan snarhemlaði er hún sá andarunga á veginum. Þegar hafði verið ekið yfir móður þeirra og systkini. Hún handsamaði tvo unga og hringdi á neyðarlínuna, 911.

En lögreglan leit þetta björgunarafrek ekki sömu augum og konan og sektaði hana fyrir að stöðva bíl sinn á veginum, á stað sem ætlaður er fyrir sjúkrabíla, segir í frétt ABC-fréttastofunnar um málið.

Konan fékk 100 dollara sekt, 11.500 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant