Fann foreldrana látna í sundlaug

Mynd/Wikipedia

Haroon Siddique kom í síðustu viku að foreldrum sínum báðum látnum í sundlaug á heimili sínu í Essex í Bretlandi. Móðir hans hafði fengið hjartaáfall í sundlauginni og þegar faðir hans stökk út í laugina til þess að bjarga henni, hlaut hann sömu örlög. Haroon hringdi á sjúkrabíl um leið og hann kom á svæðið, en voru þau bæði úrskurðuð látin á staðnum. 

Faðir Siddique hét Nayyar Siddique og var margverðlaunaður skurðlæknir sem hafði starfað í hjálparstarfi í Afríkuríkinu Lesotho í mörg ár. Hann fluttist fyrst til Lesotho árið 1965 þegar hann útskrifaðist sem læknir. Árið 1969 var hann eini starfandi skurðlæknirinn í landinu. Móðir hans hafði ekki látið sitt eftir liggja og hafði í mörg ár safnað fjármagni til styrktar Save the children í Lesotho. 

„Faðir minn eyddi ævi sinni í að bjarga fólki, og lést við það að bjarga móður minni,“ sagði sonur hjónanna í viðtali við The Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson