Drepinn með skrúfjárni í jarðarför

Mynd/Wikipedia

54 ára gamall Lundúnabúi að nafni Peter John var í gær myrtur í jarðarför tengdaföður síns. Var hann stunginn í hálsinn með skrúfjárni en ekki er enn vitað hver var þar að verki. Lík Johns fannst stuttu eftir að kistunni var komið fyrir í gröfinni. 

John hafði stuttu áður afsakað sig og sagst ætla á klósettið. Hann sneri aldrei aftur, en starfsmaður kirkjunnar kom að honum þar sem hann lá blóðugur með skrúfjárn í hálsinum. Var strax flogið með hann á næsta sjúkrahús en hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu sína þangað. Einn maður var handtekinn í kjölfarið og hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Lögreglan segist þó rannsaka alla möguleika í stöðunni og að ekki liggi fyrir enn hvort sá sem framdi ódæðið hafi verið gestur í jarðarförinni eða ekki. 

Starfsmaðurinn í kirkjunni sem kom að John með skrúfjárnið í hálsinum fékk vægt áfall í kjölfarið. Talsmaður kirkjunnar segir í samtali við The Daily Mail að starfsmaðurinn þurfi á öllum andlegum stuðningi að halda sem hann geti fengið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson