„Yolo“ komið í Oxford orðabókina

Mynd/Bluntbit.com

Orðabókin Oxford English Dictionary var endurnýjuð í gær líkt og gert er á hverjum ársfjórðungi. Í þetta sinn bættust meðal annars orðin „Yolo,“ „humblebrag“ og „side boob“ við.

Orðið „Yolo“ er í raun stytting á frasanum: You only live once. Frasinn hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin misserum. Mörg þeirra orða sem bættust við orðabókina í gær eru orð sem eru notuð mikið á samfélagsmiðlum. Þykir mörgum þetta benda sterklega til þess að samfélagsmiðlar séu leiðandi í þróun tungumálsins. 

Orðinu humblebrag var einnig bætt í orðabókina. Merkir orðið „auðmjúkt mont.“ Orðið er mikið notað á samfélagmiðlum til þess að lýsa því þegar einstaklingur segir frá atviki í lífi sínu sem sýnir viðkomandi í mjög góðu ljósi. Er orðið þekkt hér á landi, og hefur til að mynda verið stofnuð Tumblr-síða með íslensku humblebrag-i

Sjá frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant