Hundrað ára skipaskurður

Panama-skurðurinn fagnar aldarafmæli í dag en hann var opnaður 15. ágúst árið 1914. Skipaskurðurinn, sem liggur á milli Karíbahafsins og Kyrrahafsins og sparar skipum langa og hættulega siglingaleið suður fyrir Suður-Ameríku, hafði þá verið í byggingu frá því í lok 19. aldar.

Verkið var hafið af frönsku fyrirtæki sem að lokum varð gjaldþrota. Árið 1904 tóku Bandaríkjamenn það yfir og luku því áratug síðar. Bandaríkjamenn héldu yfirráðum yfir skipaskurðinum allt til ársins 1999 þegar hann var afhentur stjórnvöldum í Panama. Fram kemur í frétt AFP að 35 skip fari að meðaltali um Panama-skurðinn á degi hverjum en hann er 80 kílómetrar að lengd. Samtals létu um 27 þúsund verkamenn lífið við að byggja skurðinn. Aðallega vegna sjúkdóma eins og malaríu og gulu.

Ennfremur segir að Panama berjist í dag við að tryggja samkeppnishæfni skipaskurðsins bæði gagnvart Suez-skurðinum í Egyptalandi og skipaskurði sem nágrannaríkið Nigaragva hyggst byggja með fjármagni frá Kína sem risaflutningaskip eiga að geta siglt um en slík skip geta ekki siglt í gegnum Panama-skurðinn. Panama-skurðurinn skipti miklu máli fyrir efnahag Panama. Hann veiti 10 þúsund manns vinnu og skili árlegum hagnaði upp einn milljarð dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson