Tók leigubíl frá Danmörku til Rómar

Mynd/AFP

Leigubílstjóri í Óðinsvéum í Danmörku tókst á við lengsta verkefni lífs síns í síðustu viku þegar maður á þrítugsaldri settist upp í bifreið hans og bað hann að aka sér til Rómar. Farþeginn ætlaði nefnilega að skoða Péturskirkjuna í Rómarborg. 

„Hann vildi skoða einhverja kirkju í Róm. Ég hélt fyrst að hann ætlaði á flugvöllinn, en svo kom í ljós að hann vildi fara akandi. Svo rétti hann mér greiðslukortið sitt og ég sá að hann var með heimild, þannig að ég ók bara af stað,“ sagði leigubílstjórinn í samtali við Metroexpress. 

Oft er hægt að semja um fast verð ef aka á langar vegalengdir, en Daninn káti vildi frekar láta mælinn ganga alla leiðina. Ferðin tók þrjá daga og endaði reikningurinn í um 30 þúsund dönskum krónum, um 625 þúsund íslenskum. 

Leigubílstjórinn segist ekki hafa sofið mikið á leiðinni. En þegar hann kom á leiðarenda fékk hann sér samloku á veitingastað og lagði sig áður en hann hélt heim á leið. Alla leiðina suður til Ítalíu var hann í stöðugu sambandi við leigubílastöðina, sem gaf honum leiðbeiningar um það hver væri besta leiðin til Rómar og hvernig mætti komast hjá sem mestri umferð. 

Sjá frétt Metroexpress

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler