Rekin fyrir að sýna brjóstið

Myndin umdeilda sem ritarinn sendi á twitter.
Myndin umdeilda sem ritarinn sendi á twitter.

Ritara sem starfar í þinghúsinu í Sviss hefur verið sagt upp störfum eftir að hún birti mynd af sér á Twitter þar sem hún berar annað brjóstið. Myndin var tekin í þinghúsinu. Nú liggur þingmaður í Sviss undir ámæli fyrir að hafa tekið af sér ósæmilegar myndir og sent þær til vinkonu sinnar.

Mál ritarans kom upp í byrjun þessa mánaðar. Um 11 þúsund manns gátu séð myndina á Twitter og það leið því ekki á löngu þar til blöð í Sviss tóku að fjalla um málið. Í kjölfarið var konunni sagt upp störfum.

Það er hins vegar fleira sem gengur á í þinghúsinu í Sviss. Geri Muller, þingmaður og borgarstjóri, hefur einnig verið staðinn að því að taka ósæmilegar sjálfsmyndir í þinghúsinu. Myndirnar sendi hann vinkonu sinni. Eftir að samband þingmannsins og konunnar kólnaði fengu fjölmiðlar í Sviss vitneskju um tilvist þessara mynda.

Muller boðaði í kjölfarið til blaðamannafundar þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu. Hann lýsti því fyrir blaðamönnum með grátstafinn í kverkunum að hann sæi mikið eftir þessu. Hann bætti síðan við að samskipti hans við vinkonu sína hefðu fyrst og fremst verið um bókmenntalegt gildi erótískra bókmennta, að því er fram kemur í frétt á BBC.

Muller hefur tímabundið hætt störfum sem borgarstjóri, en ætlar að gegna áfram þingmennsku. Í fjölmiðlum í Sviss hafa menn spurt hvers vegna myndin sem ritarinn sendi hafi alvarlegri afleiðingar fyrir hana en fyrir þingmanninn.

Geri Muller
Geri Muller
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson