Illa lyktandi rekinn frá borði

American Airlines Boeing 737
American Airlines Boeing 737 AFP

Rannsókn stendur yfir á því hvort bandaríska flugfélagið American Airlines hafi mismunað frönskum farþega en honum var vísað frá borði í París vegna þess að hann lyktaði illa. Flugfélagið neitar þessum ásökunum sem Parísarbúinn sakar starfsmenn þess um.

Maðurinn, sem er 27 ára gamall,  var rekinn frá borði flugvélar AA á Charles-de-Gaulle flugvellinum vegna þess hve illa hann lyktaði að eigin sögn. Nokkrir farþegar um borð höfðu kvartað undan fýlunni af honum en flugvélin var að fara frá París til Dallas.

Hann hefur nú lagt fram formlega kvörtun á grundvelli mismunar og er málið nú í rannsókn, samkvæmt frétt AFP. Forsvarsmenn flugfélagsins neita að tjá sig um málið við AFP en segja að ástæðan fyrir því að honum hafi verið vísað frá borði tengist vandræðum með vegabréfsáritun hans í Bandaríkjunum.

Heimildir AFP herma að farþeginn hafi hvorki verið áberandi drukkinn né sóðalegur en fréttir herma að hann hafi ætlað sér að fara á salerni vélarinnar skömmu fyrir flugtak. Flugfreyja hafi þá beðið hann um að yfirgefa vélina vegna þess hversu illa hann lyktaði. Atvikið náðist á myndband og hafa fréttamenn AFP séð það. Þar heyrist flugliðinn segja við manninn að bæði áhöfn og farþegar hafi kvartað undan fýlunni af honum. „Þú ert hér með bandarísku fyrirtæki á bandarísku yfirráðasvæði. Flugstjórinn hefur rétt á að hafna þér. Þú flýgur ekki í dag,“ heyrist flugliðinn segja við farþegann og bætir því við að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem slíkt komi upp. Var honum síðan sagt að drífa sig í sturtu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant