Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Umdeild hetja í fjötrum hersins

17.11. Hinn 93 ára gamli Robert Mugabe, elsti þjóðhöfðingi heims, barðist fyrir sjálfstæði Simbabve undan nýlenduherrunum í Bretlandi og hafði sigur árið 1980. Á síðari árum hefur hann þótt sýna mikla einræðistilburði og er af mörgum álitinn kúga landa sína. Meira »

Veruleg skerðing á víðernum

1.11. Óbyggð víðerni innan Árneshrepps á Ströndum myndu skerðast verulega eða um allt að 180 ferkílómetra við gerð vinnuvega og efnisnáma um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalárvirkjunar. Óbyggðum víðernum fer fækkandi og þar með ætti verðmæti þeirra að aukast og ríkari áhersla að vera á lögð á vernd þeirra. Meira »

Ekki arfgengt að vera sjálfstæðismaður

26.10. „Á sama tíma fyrir 23 árum var ég 9 mánaða og pabbi að mælast inn á þing. Í dag er Vigdís 9 mánaða og ég að mælast inn á þing. Haldiði að það sé?“ Þetta skrifar Eydís Blöndal, dóttir Péturs H. Blöndal, á facebooksíðu sína í dag. Meira »

Hætta á „algjörri eyðileggingu“

24.10. „Það er okkar mat að þessi virkjunarhugmynd sé algjörlega óásættanleg,“ segir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, formaður Verndarfélags Svartár og Suðurár (VSS) um fyrirhugaða 9,8 megavatta (MW) virkjun í Svartá í Bárðardal. „Það þarf nú ekki að kynna sér þetta mál vel til að sjá að sá fyrirhugaði gjörningur að fórna á með einstöku lífríki fyrir nokkur megavött er einfaldlega út í hött.“ Meira »

Varasamt að „blóðmjólka“ auðlindir

16.10. „Hún var byggð alltof hratt og án fullnægjandi rannsókna á sínum tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavikur, um Hellisheiðarvirkjun. „Það er meðal þeirra verkefna sem við höfum síðan þurft að vinna úr og árangurinn lofar nú mjög góðu.“ Meira »

Uppbygging stóriðju var svar við ákalli

16.10. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að andstaða við frekari uppbyggingu kísilvera og annarrar stóriðju hafi aukist nokkuð hér á landi síðustu vikur í kjölfar rekstrarerfiðleika kísilvers United Silicon í Helguvík. Hins vegar sé erfitt að meta hvort hún vari til lengdar. Meira »

„Virkjanalæti“ óþörf

16.10. „Allur fólksbílafloti Íslands myndi taka svona 3% af öllu rafmagninu sem hér er framleitt. Það er nú ekki meira en það,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

„Eigum að spyrna sterkt við fótum“

16.10. „Af hverju ættum við, þessi fámenna þjóð, að byggja stærsta kísilver í heimi og svo enn stærra kísilver sem verður þá það langstærsta í heimi nánast ofan í byggð?“ spyr Andri Snær Magnason sem hefur í um tvo áratugi barist gegn stóriðju á Íslandi Meira »

Vill virkja í einu yngsta árgljúfri heims

7.11. Áformað er að byggja virkjun í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi sem rennur um eitt yngsta árgljúfur heims. Árfarvegurinn, á þeim stað sem Lambhagafossa er að finna, yrði allt að því þurr um tíma ár hvert. Meira »

Reynt að bera fé á stjórnvald

28.10. Athugasemdir frá sextán aðilum og umsagnir níu stofnana og annarra hafa borist vegna skipulagstillagna er varða Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir vinnuvegum um virkjunarsvæðið þó að enn sé ekki búið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar. Meira »

Svartárvirkjun bíði ákvörðunar þingsins

25.10. Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segir eðlilegt að bíða með ákvörðun um framkvæmdir við fyrirhugaða Svartárvirkjun þar til niðurstaða liggi fyrir varðandi þingsályktunartillögu rammaáætlunar þar sem lagt er til að Skjálfandafljót og vatnasvið þess, sem Svartá tilheyrir, fari í verndarflokk. Meira »

Hamskipti í farvatninu

16.10. Hugmyndir að fjölmörgum virkjunum af ýmsum stærðum og gerðum eru á teikniborðinu víðsvegar um landið á sama tíma og við stöndum mögulega á þröskuldi byltingar í aðferðum við að afla og dreifa orku. Meira »

Þjóðgarður í stað Hvalárvirkjunar

16.10. Kúvending hefur orðið í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjölfar vandræða við rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík að mati Guðmundar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, getur gjörbreytt afstöðu fólksins.“ Meira »

Ósnortin víðerni ein mesta auðlind þjóðarinnar

16.10. Skilningur á gildi óbyggðra víðerna í útivist Íslendinga hefur verið að aukast hratt síðustu ár, segir Páll Eysteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. „Ósnortin víðerni og óspillt náttúra er ein mesta auðlind þjóðarinnar og við þurfum að varðveita hana til framtíðar.” Meira »

Hvalárvirkjun myndi ekki knýja kísilver

16.10. „Já, vötnin stækka. Já, rennsli í fossum mun minnka. Ég tel þessi umhverfisáhrif ásættanleg fyrir þann ávinning sem er í húfi fyrir samfélagið.“ Þetta segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í óbyggðum víðernum Vestfjarða. Meira »

Myndin sem ýtti umræðunni af stað

15.10. Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson hafði verið varaður við hörkunni sem getur einkennt umræðuna um virkjanaframkvæmdir. Hann hefur til dæmis verið kallaður „athyglissjúki læknirinn að sunnan“ allt frá því hann birti mynd af sér við Rjúkandafoss á Facebook. Meira »