Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008-2016. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Hamskipti í farvatninu

16.10. Hugmyndir að fjölmörgum virkjunum af ýmsum stærðum og gerðum eru á teikniborðinu víðsvegar um landið á sama tíma og við stöndum mögulega á þröskuldi byltingar í aðferðum við að afla og dreifa orku. Meira »

Þjóðgarður í stað Hvalárvirkjunar

16.10. Kúvending hefur orðið í umræðunni um stóriðju á Íslandi í kjölfar vandræða við rekstur kísilvers United Silicon í Helguvík að mati Guðmundar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar. „Eitt mál, þar sem heilsu fólks er ógnað, getur gjörbreytt afstöðu fólksins.“ Meira »

Ósnortin víðerni ein mesta auðlind þjóðarinnar

16.10. Skilningur á gildi óbyggðra víðerna í útivist Íslendinga hefur verið að aukast hratt síðustu ár, segir Páll Eysteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. „Ósnortin víðerni og óspillt náttúra er ein mesta auðlind þjóðarinnar og við þurfum að varðveita hana til framtíðar.” Meira »

Hvalárvirkjun myndi ekki knýja kísilver

16.10. „Já, vötnin stækka. Já, rennsli í fossum mun minnka. Ég tel þessi umhverfisáhrif ásættanleg fyrir þann ávinning sem er í húfi fyrir samfélagið.“ Þetta segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í óbyggðum víðernum Vestfjarða. Meira »

Myndin sem ýtti umræðunni af stað

15.10. Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson hafði verið varaður við hörkunni sem getur einkennt umræðuna um virkjanaframkvæmdir. Hann hefur til dæmis verið kallaður „athyglissjúki læknirinn að sunnan“ allt frá því hann birti mynd af sér við Rjúkandafoss á Facebook. Meira »

Marga þyrstir í heiðarvötnin blá

14.10. Vötnin á Ófeigsfjarðarheiði eru kristaltær og líkjast helst djúpbláum augum í landinu. Hreinleikinn og yfir 300 metra fallhæð vatnsins gera svæðið eftirsóknarvert til virkjunar en af sömu ástæðu er umhverfið ákjósanlegt til útivistar. Þá er það sérstætt á margan hátt og verndargildið því mikið. Meira »

Snerist hugur um Hvalárvirkjun

14.10. Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árneshreppi og varaoddviti, var fyrir nokkrum árum hlynntur fyrirhugaðri Hvalárvirkjun. En eftir að málin hófu að skýrast fyrir nokkrum misserum fór hann að afla sér margvíslegra og viðamikilla upplýsinga um verkefnið. Í kjölfarið komst hann að annarri niðurstöðu. Meira »

„Þetta fólk þjáist af athyglissýki“

14.10. „Ég get einfaldlega ekki séð að þetta sé nokkur eyðilegging,“ segir Pétur Guðmundsson, landeigandi í Ófeigsfirði, um fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Virkjunin yrði reist í stærstu óbyggðu víðernum Vestfjarða. Pétur samdi um vatnsréttindin við VesturVerk fyrir mörgum árum. Meira »

Varasamt að „blóðmjólka“ auðlindir

16.10. „Hún var byggð alltof hratt og án fullnægjandi rannsókna á sínum tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavikur, um Hellisheiðarvirkjun. „Það er meðal þeirra verkefna sem við höfum síðan þurft að vinna úr og árangurinn lofar nú mjög góðu.“ Meira »

Uppbygging stóriðju var svar við ákalli

16.10. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að andstaða við frekari uppbyggingu kísilvera og annarrar stóriðju hafi aukist nokkuð hér á landi síðustu vikur í kjölfar rekstrarerfiðleika kísilvers United Silicon í Helguvík. Hins vegar sé erfitt að meta hvort hún vari til lengdar. Meira »

„Eigum að spyrna sterkt við fótum“

16.10. „Af hverju ættum við, þessi fámenna þjóð, að byggja stærsta kísilver í heimi og svo enn stærra kísilver sem verður þá það langstærsta í heimi nánast ofan í byggð?“ spyr Andri Snær Magnason sem hefur í um tvo áratugi barist gegn stóriðju á Íslandi Meira »

„Virkjanalæti“ óþörf

16.10. „Allur fólksbílafloti Íslands myndi taka svona 3% af öllu rafmagninu sem hér er framleitt. Það er nú ekki meira en það,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

„Engin glóra“ í Hvalárvirkjun

15.10. „Ég er algjörlega mótfallinn þessari virkjanahugmynd. Og verð sífellt ákveðnari í því að þetta sé ekki farsæl lausn fyrir þetta samfélag og ekki fjórðunginn heldur.“ Þetta segir Valgeir Benediktsson, sem býr í Árneshreppi á Ströndum. Þar á hann við Hvalárvirkjun sem fyrirtækið Vesturverk áformar að reisa í Ófeigsfirði. Meira »

Eins og óargadýr inn í samfélag í sárum

14.10. Í fyrra fluttu þrjár fjölskyldur, þeirra á meðal yngstu bændurnir, frá Árneshreppi á Ströndum, minnsta sveitarfélagi landsins. Á þessum viðkvæma tímapunkti í samfélagi sem hefur í áratugi barist fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu hefst umræða um fyrirhugaða Hvalárvirkjun af krafti. Meira »

Ekki eitt einasta gljúfur verður sprengt

14.10. „Það er stundum eins og margir haldi að við séum ekki með fullu viti hérna fyrir norðan, að aðrir þurfi að annast okkar mál og hafa vit fyrir okkur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. Eva og fjórir aðrir hreppsnefndarmenn munu taka ákvörðun um hvort af Hvalárvirkjun verði. Meira »

„Það er ekkert betra í boði“

14.10. Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni, segir að best væri ef rafmagnið úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun yrði nýtt innan Vestfjarða til að efla þar atvinnulíf. Í hans huga skiptir máli hver verður kaupandi rafmagnsins. Meira »