Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

„Allir brugðust hárrétt við“

Í gær, 14:09 Engar skemmdir urðu á farþegaþotu Primera Air sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í gær. Til öryggis var skipt um eitt dekk en vélin er nú „útskrifuð“ eins og forstjóri fyrirtækisins orðar það í samtali við mbl.is. Meira »

Einhyrningur nýtur heimsfrægðar

26.4. Hrúturinn Einhyrningur sem býr í fjárhúsi á bænum Hraunkoti í Landbroti, er orðinn heimsfrægur. Fréttir um þennan einstaka hrút hafa nú þegar birst í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum. „Hann er frægasti hrútur Íslands, það er alveg á hreinu,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir bóndi. Meira »

Með lagni gátu allir lagt

13.4. Enn hefur ekki þurft að vísa neinum frá langtímabílastæðunum við Leifsstöð í dag en mikla útsjónarsemi hefur þurft til að allir fái stæði. Tíu starfsmenn Isavia eru að störfum á stæðunum til að leiðbeina fólki og leggja bílum. Meira »

Ekki dottið í hug að vísa farþega frá

12.4. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að engum hjá flugfélaginu hafi dottið í hug að fara þá leið að vísa farþegum frá borði, bjóðist enginn til þess, ef yfirbókað er í flug líkt og United Airlines gerði og hefur hlotið bágt fyrir. Hann segir að sér vitanlega hafi slík tilvik aldrei komið upp hjá Icelandair. Meira »

Guðni Th. skutlaði strákunum heim

10.4. Vinirnir Sölvi Reyr Magnússon og Tristan Marri Elmarsson skelltu sér í sund í Laugardalslauginni í gær. Hlutirnir æxluðust þannig að þeir fengu far heim með Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Meira »

Facebook hefði logað vegna Neskirkju

8.4. Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu hendur sínar í mold og fingraför sín á vegg. Þessi gjörningur listamannsins Grétars Reynissonar er hluti af afmælisdagskrá Neskirkju en á sunnudag verða sextíu ár liðin frá því hún var vígð. Meira »

Hvað gengur á í Jemen?

28.3. Í tvö ár hefur hrikaleg borgarastyrjöld geisað í Jemen, einu fátækasta ríki heims. Milljónir hafa lagt á flótta, þúsundir hafa fallið og tugþúsundir særst. En hvað gengur eiginlega á? Er von til þess að stríðinu ljúki í bráð og þar með þjáningum heillar þjóðar? Meira »

„Hvort heitirðu Grámann eða Bjartur?“

26.3. Þeir horfast í augu um stund. Svo læðist mannshönd að svörtu trýni. Kisi þefar og samþykkir hikandi klappið. Getur verið að villikötturinn Grámann sé heimiliskötturinn Bjartur sem týndist fyrir átta árum? mbl.is var viðstatt einstaka endurfundi í kisukoti Villikatta. Meira »

„Geggjað gaman“ að vinna Skólahreysti

27.4. Handstyrkurinn varð meðal annars til þess að lið Síðuskóla á Akureyri setti Íslandsmet í hraðaþraut Skólahreystis í gær. Liðsmaðurinn Ragúel Pino Alexandersson er ekki óvanur því að setja met. mbl.is ræddi við metnaðarfulla unglinga sem eru í sæluvímu með sigurinn í keppninni. Meira »

„Ég finn ekki fyrir hatri“

17.4. Prísundin í dýflissunni beygði Natöschu Kampusch en braut hana ekki. Þegar hún var 10 ára var henni rænt og 8 árum síðar tókst henni loks að sleppa frá mannræningja sínum. Hún þurfti að læra samskiptareglur samfélagsins er frelsið var fengið og var gagnrýnd fyrir styrk sem margir töldu kaldlyndi. Meira »

Geirfinnsmál fyrir Hæstarétt eftir páska

12.4. Settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum mun leggja málið fyrir Hæstarétt fljótlega eftir páska. Er það gert í framhaldi af því að endurupptökunefnd féllst í febrúar á endurupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við mannshvarfsmálin tvö á áttunda áratugnum. Meira »

Tóku sextíu ketti af heimili

10.4. Dýraverndunarfélagið Villikettir hefur unnið að því í um tvo mánuði að fjarlægja sextíu ketti af einu heimili. Bæjaryfirvöld og eigandi kattanna höfðu samband við félagið og báðu um aðstoð. Meira »

Börnin leggjast í Mjallhvítardá

9.4. Staðfest er að 58 börn í Svíþjóð fengu meðferð árið 2015 við því sem kallast uppgjafarheilkenni. Veikindin lýsa sér í því að börnin sýna lítil sem engin viðbrögð, hvorki líkamleg né tilfinningaleg, og eru nánast í dái. Þessi börn eiga flest aðeins eitt sameiginlegt: Þau eru börn hælisleitenda. Meira »

Ingó og Rakel innlyksa án matar

29.3. „Við erum búin að vera lokuð hérna inni á hóteli í rafmagnsleysi í 48 klukkutíma,“ segir Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, en hann er staddur ásamt kærustu sinni í Ástralíu þar sem fellibylurinn Debbie hefur gert mikinn usla síðustu klukkustundirnar. Meira »

Barn deyr á tíu mínútna fresti

27.3. Þúsundir barna eru í bráðri lífshættu í Jemen. Grafreitir eru yfirfullir af litlum, ómerktum gröfum. Á tíu mínútna fresti deyr að minnsta kosti eitt barn í landinu af völdum vannæringar og sjúkdóma. Allt eru þetta dauðsföll sem hægt væri að koma í veg fyrir. Meira »

Gæti orðið hvati að fleiri árásum

23.3. „Ein af hættunum við árásir sem eru líkar þeirri sem gerð var í London í gær er að hún gæti orðið hvati að fleiri árásum, ekki endilega í Bretlandi heldur annars staðar í Evrópu,“ segir Brynja Huld Óskarsdóttir sem starfar sem hryðjuverkasérfræðingur hjá áhættugreiningarfyrirtæki í London. Meira »