Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Lögreglan: Við leitum að líki

10:48 Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Meira »

Augnablik öfga og haturs fryst

í fyrradag Tveir karlmenn eru í lausu lofti. Fótur annars þeirra er í óhugnanlegri stellingu. Skór eru á víð og dreif. Umhverfis bílinn stendur hópur fólks með skilti sem á stendur meðal annars: „Ást“, „Samstaða“ og „Líf svartra skipta máli“. Ein áhrifamesta fréttamynd ársins segir meira en þúsund orð. Meira »

Efnir loforð og hleypur fyrir dóttur

14.8. „Ég hleyp fyrir dóttur mína sem getur ekki hlaupið sjálf,“ segir Elín Björk Gísladóttir, móðir Helgu Ingibjargar Þorvaldsdóttur, sem var hætt komin eftir alvarlegt bílslys á Hrútafjarðarhálsi fyrir 19 mánuðum. Helga margbrotnaði í slysinu en á Grensásdeild var henni hjálpað til að ganga á nýjan leik. Meira »

Hví Gvam?

9.8. Kyrrahafseyjan Gvam er á allra vörum í dag eftir að Norður-Kóreumenn hótuðu að gera þar árás. Eyjaskeggjar eru vanir slíkum hótunum sem hingað til hafa reynst innantómar. En er staðan að breytast og hví er Gvam svona hernaðarlega mikilvæg? Meira »

Mun ekki láta Trump traðka á sér

2.8. Vonast er til þess að Alríkislögreglan, FBI, fái nú vinnufrið eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta atkvæða að fela Christopher A. Wray að leiða þessa helstu löggæslustofnun landsins. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

22.7. Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

21.7. Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Ahmadi-fjölskyldan er hólpin

12.7. Ahmadi-fjölskyldan frá Afganistan, sem sótti um hæli hér á landi í desember árið 2015, hefur fengið bestu mögulegu niðurstöðu í sitt mál hjá Útlendingastofnun: Alþjóðlega vernd til fjögurra ára. Meira »

Hvað gekk á í Charlottesville?

Í gær, 14:37 Hverjir bera ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville? Hægri öfgamenn? Vinstri öfgamenn? Eða liggur sökin hjá báðum fylkingum eins og Trump heldur fram? Atburðirnir hafa vakið fjölmargar spurningar, m.a. um umburðarlyndi – eða skort á því – og rétt fólks til að tjá skoðanir sínar. Meira »

Snjöll og ástríðufull blaðakona

í fyrradag Þrátt fyrir ungan aldur er Kim Wall, sænska blaðakonan sem ekkert hefur spurst til í fimm daga, reynslumikil og hefur unnið fyrir stóra fjölmiðla víða um heim. Hún býr ýmist í Peking eða New York og hefur dvalið í Afríku, Asíu og á eyjum Kyrrahafsins við fréttaöflun. Meira »

Bátnum sökkt vísvitandi

14.8. „Allt er mögulegt. Við útilokum ekki að hún hafi til dæmis verið flutt til Þýskalands,“ segir danski lögreglumaðurinn Henrik Brix um hvarf sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið dauða hennar. En ekkert lík hefur enn fundist. Meira »

Fjör á fjórum skjálftasvæðum

4.8. Spennulosun, sumarstemmning og söfnun í kvikuhólf skýra meðal annars mikla jarðskjálftavirkni á landinu í sumar. Enginn gosórói er merkjanlegur en jarðvísindamenn eru vel á verði. Þeir fagna mörgum smáskjálftum. Það minnkar líkurnar á þeim stóra. Meira »

Múrar enn á vígvelli Vandræðanna

23.7. Múrinn sem aðskilur hverfi kaþólikka og mótmælenda í norðurírsku borginni Belfast var reistur við lok 7. áratugar síðustu aldar og átti að standa í sex mánuði. Hann stendur enn, tæpum fjörutíu árum síðar. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

22.7. Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sjarmerandi sundlaugar landsins

15.7. Sund er ódýr afþreying á ferðalögum sem allir í fjölskyldunni njóta. Verð á stakri sundferð er yfirleitt á bilinu 700-900 krónur í laugum landsins en í einni þeirra er aðgangseyririnn 1.300 krónur. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar en allar hafa þær sinn sjarma og sína sérstöðu. Meira »

Hvað verður um Ríki íslams?

12.7. Stjórnarher Íraks fagnaði sigri yfir vígamönnum Ríkis íslams í Mósúl á sunnudag. Eftir margra mánaða átök hafa samtökin misst yfirráð sín yfir borginni. Það sama er að gerast í höfuðvígi þeirra í Sýrlandi, Raqqa. En hvað þýðir þetta? Er Ríki íslams að líða undir lok? Meira »