Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Gæti orðið hvati að fleiri árásum

í gær „Ein af hættunum við árásir sem eru líkar þeirri sem gerð var í London í gær er að hún gæti orðið hvati að fleiri árásum, ekki endilega í Bretlandi heldur annars staðar í Evrópu,“ segir Brynja Huld Óskarsdóttir sem starfar sem hryðjuverkasérfræðingur hjá áhættugreiningarfyrirtæki í London. Meira »

Hópur fanga fastur í viðjum fíknar

í gær Um helmingur fanga á Íslandi lýkur nú afplánun sinni á áfangaheimili Verndar í Reykjavík. Fangar geta verið þar í allt að tólf mánuði. Dæmi eru um að þeir biðji um að vera lengur. Engin önnur sambærileg úrræði eru nú í boði hér á landi. Meira »

Kettir hvíld frá klikkuðum heimi

19.3. Hvers vegna liggja milljónir yfir netinu og horfa á ketti? Flótti frá klikkuðum raunveruleika, svarar ritstjóri Nútímans, sem sýnir raunveruleikaþáttinn Kattarshians. Það þykir sannað að kettir auka hamingju. Listamaðurinn Kött Grá Pje segir það einmitt sína reynslu. Meira »

„Ég á ekkert heimili í dag“

19.3. Tæpt ár er nú liðið síðan Nígeríumanninum Eze Okafor var vísað úr landi á meðan umsókn hans um hæli hér af mannúðarástæðum yrði tekin fyrir. Enn hafa engin svör borist frá Útlendingastofnun. Hann biðlar til Íslendinga um að standa með sér og öðrum í sömu sporum. Meira »

„Ég vil ekki boð og bönn“

16.3. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna furðar sig á niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð í Ártúnsbrekku. Nefndin leggur til bann við hjólreiðum á ákveðnum stofnbrautum. „Ég vil ekki boð og bönn,“ segir formaðurinn. Fólk þurfi að hafa val. Meira »

„Snýst um að fá íbúð einhvers staðar“

5.3. Elísa Snæbjörnsdóttir auglýsti eftir leiguíbúð á Facebook fyrir nokkrum dögum. Hún hefur fengið margar fyrirspurnir en þær snúast nær eingöngu um íbúðina sem hún býr í og er að flytja úr. Minna er um ábendingar um stærri íbúðir til leigu, líkt og hún leitar að. Meira »

„Til í að skoða allt“

3.3. „Til í að skoða allt,“ skrifar kona á Facebook-síðu þar sem auglýst er eftir húsnæði til leigu. Auglýsingin er dæmigerð fyrir þá sem leita leiguhúsnæðis. Of margir eru um of fáar íbúðir. Tilboðum rignir yfir leigusala sem hafa ekki undan að svara og þurfa að þola ásakanir um græðgi. Meira »

Fimm mál endurupptekin

24.2. Endurupptökunefnd hefur fallist á endurupptökubeiðni fimm manna sem sakfelldir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin á áttunda áratugnum. Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku er hafnað. Meira »

Bíll sem vopn: Hvers vegna?

í gær Á skömmum tíma hafa verið gerðar að minnsta kosti þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir þar sem bíl er ekið inn í mannfjölda. Sú mannskæðasta var í Nice þar sem 86 létust. Önnur var gerð á markað í Berlín þar sem tólf létust. Í gær ók svo maður á gangandi vegfarendur á Westmintserbrúnni í London. Meira »

„Hellingur af ofbeldi“ á Litla-Hrauni

21.3. Ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum þrífst inni á Litla-Hrauni, hvort sem það er tilfinningalegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem byggir á viðtölum við fyrrverandi fanga. „Alveg hellingur af ofbeldi,“ segir fyrrverandi fangi um reynslu sína. Meira »

Þau þekkja vel ópin í særðu fólki

19.3. Neðri vörin titrar. Hann berst við grátinn. Bræður hans eru báðir á sjúkrahúsinu. Annar stendur við hlið hans en hinn er á skurðarborðinu. Hann verður að lifa! En það gerir hann ekki. Meira »

Einstakar dýramyndir

17.3. Við erum ekki ein hér á jörð, þó að stundum láti nú mannskepnan þannig. Plánetan okkar iðar af margvíslegu lífi sem á þó oft undir högg að sækja vegna mannanna verka. Meira »

Fjögur deila 45 fermetrum

5.3. „Við höfum verið í stöðugri leit að húsnæði í sjö mánuði,“ segir Stefanía Fanney Jökulsdóttir. Hún er að auglýsa eftir íbúð til leigu fyrir fjölskylduna sem telur fjóra einstaklinga: Stefaníu og mann hennar Helga Jónsson, dótturina Karólínu Kristínu og hundinn Jimi Hendrix. Meira »

Fjórða tilboði hafnað og brast í grát

4.3. „Það brast kona í grát hjá okkur í gær. Hún var með mjög gott tilboð í íbúð en því var hafnað og öðru tekið í staðinn. Þetta var í fjórða sinn sem hún var í þessum sporum,“ segir fasteignasali í Reykjavík spurður út í ástandið á húsnæðismarkaði. Meira »

Götupartí í Hlíðunum

26.2. „Þetta er æðislegt. Gott tækifæri til að hitta nágrannana, spjalla og hjálpast að. Svona á samfélag að vera,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem býr í Eskihlíð í Reykjavík. Íbúar hússins voru flestir úti fram eftir degi að moka bíla hver annars undan snjónum. Meira »

Sautján ár samtals í varðhaldi

24.2. 6.146 dagar eða tæp sautján ár. Svo lengi sátu sexmenningarnir sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum samanlagt í gæsluvarðhaldi. Engin fordæmi finnast fyrir svo langri einangrunarvist. Niðurstaða endurupptökunefndar liggur fyrir. Meira »