Sunna Ósk Logadóttir

Sunna hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 1999. Fréttastjóri á Morgunblaðinu frá 2008. Sunna er landfræðingur að mennt.

Yfirlit greina

Stórleikarinn sem hatar sviðsljósið

í gær „Hann mun ekki starfa lengur sem leikari,“ stóð í yfirlýsingu sem talsmaður Daniel Day-Lewis sendi í gær. Hvað er nú á seyði í lífi stórleikarans? spurðu aðdáendur hans. Ætlar hann að snúa sér að skósmíði, eins og um árið? Sérvitringurinn sem forðast sviðsljósið hefur mögulega hneigt sig í hinsta sinn. Meira »

Samfélag að rifna á saumunum

18.6. „Viltu hafa hlutina einfalda? Hafðu þá þetta, helvítið þitt,“ segir maður og stappar á höfði annars manns sem reiður múgurinn hefur afklætt á götunni. Þessa meðferð fá ræningjar í Venesúela frá samborgurum sínum. Óöld hefur blossað upp í landinu. Borgararnir hafa tekið lögin í sínar hendur. Meira »

Sex lykilspurningar um eldsvoðann

15.6. Ótal spurningar hafa vaknað í kjölfar stórbrunans í Grenfell-turninum í London. Sú stærsta er vitanlega hvernig hann kviknaði og gat breiðst út á jafnmiklum ógnarhraða og raun ber vitni. Meira »

300 neyðarvegabréf gefin út

13.6. Útgáfa vegabréfa hjá Þjóðskrá er að komast í samt horf eftir tafir sem urðu í kjölfar bruna hjá framleiðanda skilríkjanna í Kanada. Um 300 neyðarvegabréf voru gefin út til þeirra sem ekki voru með gild ferðaskilríki og þurftu að ferðast fyrstu dagana í júní. Meira »

Blóðbaðið á barnum enn ráðgáta

7.5. Að kvöldi 18. júní 1994 var Írland yfir í leik sínum gegn Ítalíu í upphafsleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Á bar á Norður-Írlandi voru augu allra límd við sjónvarpsskjáinn. Skyndilega ruddust vopnaðir menn inn og hófu skothríð. Sex létust. Enn hefur enginn verið ákærður vegna morðanna. Meira »

Sterk viðbrögð á heimsfrumsýningu

5.5. „Við fengum svakalega fín og sterk viðbrögð við myndinni,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, um heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, Out of thin air, sem var heimsfrumsýnd í Kanada. Spennandi verði að sjá viðbrögð Íslendinga er myndin verður sýnd á RÚV í haust. Meira »

„Öðruvísi ófærð“ í Ófærð 2

4.5. Undirbúningur að gerð sjónvarpsþáttanna Ófærð 2 er hafinn. Baltasar Kormákur vill „alls ekki“ mikinn snjó þegar tökur hefjast. Ófærðin verði annars konar í framhaldsþáttunum. Kona verður í leikstjórahópnum að þessu sinni. Meira »

„Allir brugðust hárrétt við“

29.4. Engar skemmdir urðu á farþegaþotu Primera Air sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í gær. Til öryggis var skipt um eitt dekk en vélin er nú „útskrifuð“ eins og forstjóri fyrirtækisins orðar það í samtali við mbl.is. Meira »

Hver myrti Emilie Meng?

í gær Hún fór út að skemmta sér með vinkonum sínum. Klukkan fjögur um nóttina komu þær saman á lestarstöðina í Korsør og kvöddust. Hún ætlaði að ganga ein heim. En svo hvarf hún sporlaust. Ekkert spurðist til Emilie Meng í 168 daga eða þar til lík hennar fannst illa út leikið við vatn í Borup á aðfangadag jóla. Meira »

Frá 4.-18. hæðar á 8 mínútum

16.6. Yfirvöld óttast að tala látinna í eldsvoðanum í Grenfell-turninum fari yfir sextíu. Lögreglan vonast til þess að fjöldi dauðsfalla fari ekki í „þriggja stafa tölu“. Eldurinn kviknaði á 4. hæð hússins og innan átta mínútna var hann kominn upp á 18. hæð. „Slíkt gerist ekki. Það var eitthvað alvarlegt að í þessum turni,“ segir formaður landssambands slökkviliða í Bretlandi. Meira »

Helgi sinnti börnum með brunasár

14.6. „Byggingin var í ljósum logum þegar ég vaknaði í nótt. Hún lýsti upp Vestur-London,“ segir Helgi Jóhannsson læknir sem var kallaður til starfa á St. Mary's-sjúkrahúsinu í nótt til að sinna þeim sem slösuðust í eldsvoðanum mikla í Grenfell-turninum. Meira »

Komin á hótel eftir langa bið

27.5. Indíana Ósk Róbertsdóttir er strandaglópur í Búlgaríu eftir að öllum flugferðum British Airways um Heathrow og Gatwick var aflýst í dag vegna tölvubilunar. Hún var komin út í vél sem var komin út á flugbraut er allt var sett í biðstöðu sem stóð í marga tíma. Meira »

Hræðist ekki gerð þátta um Geirfinn

6.5. Baltasar Kormákur man ekki eftir því að hafa farið til Keflavíkur sem barn öðruvísi en að hugsa um hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Hann kynntist Sævari Ciesielski á börum bæjarins fyrir margt löngu. Sævar bað hann þá að leika sig ef til þess kæmi. Meira »

Vilborg Arna lætur hjartað ráða för

4.5. Hún fletti bókum um ævintýraferðir í sófanum heima og lét sig dreyma. Áratug síðar skíðaði hún ein síns liðs á suðurpólinn. Síðan var stefnan tekin á hæstu tinda heimsálfanna sjö. Að klífa Everest mistókst í fyrstu atrennu. Og þeirri annarri. En Vilborg Arna Gissurardóttir gefst ekki upp. Meira »

Breikkun Miklubrautar að hefjast

4.5. Á mánudag hefjast framkvæmdir við breikkun Miklubrautar, á kafla milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs. Einni akrein til vesturs, í átt að miðbænum, verður lokað í fyrstu. Búast má við umferðartöfum en síðar í framkvæmdaferlinu þarf að loka fleiri akreinum í einu. Meira »

„Geggjað gaman“ að vinna Skólahreysti

27.4. Handstyrkurinn varð meðal annars til þess að lið Síðuskóla á Akureyri setti Íslandsmet í hraðaþraut Skólahreystis í gær. Liðsmaðurinn Ragúel Pino Alexandersson er ekki óvanur því að setja met. mbl.is ræddi við metnaðarfulla unglinga sem eru í sæluvímu með sigurinn í keppninni. Meira »