Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Ömurlegt þegar það telur ekkert

20:21 „Auðvitað er ég ánægð með að hafa náð að koma inn marki en það er ömurlegt þegar það telur ekkert,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir eftir 2:1-tap Íslands gegn Sviss á EM í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Litla Ísland á ekki að komast upp með neitt

19:45 „Það er ekki uppgjafartónn en auðvitað er andrúmsloftið þungt fyrstu mínúturnar eftir leik. Fólk er frekar niðurlútt,” sagði Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 2:1 tap liðsins gegn Sviss á EM í knattspyrnu. Meira »

Tap gegn Sviss en vonin lifir

18:01 Ísland mátti sætta sig við 2:1-tap gegn Sviss í öðrum leik sínum á EM kvenna í knattspyrnu í Doetinchem í Hollandi í dag. Ísland á þó enn von um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Meira »

Átti erfitt með að panta pizzu

13:40 Sigurður Jónsson og Fanney Pétursdóttir, foreldrar landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, eru í fjölmennum hópi íslenskra stuðningsmanna á EM í Hollandi. Meira »

Súrsætt að vera í stúkunni

12:10 Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu kvenna frá upphafi, neyðist til þess að fylgjast með liðsfélögum sínum í landsliðinu af hliðarlínunni í lokakeppni EM í Hollandi þar sem hún sleit krossband í hné með félagsliði sínu, Val, í leik gegn Haukum fyrr í sumar. Margrét Lára ræddi við mbl.is um þær tilfinningar sem bærast um í brjósti hennar þessa stundina á meðan lokakeppni EM stendur yfir. Meira »

Nú verður lesið af mælunum

08:27 Pressan virðist talsvert meiri á Svisslendingum en Íslendingum fyrir leik þjóðanna á EM kvenna í knattspyrnu kl. 16 í dag. Jafntefli gerir líklega lítið fyrir Sviss en gæti vel dugað Íslandi til að fara í úrslitaleik við Austurríki á miðvikudag um sæti í 8 liða úrslitum mótsins. Meira »

Þurfum að sýna sömu hörku og Ísland

Í gær, 23:00 „Við getum kannski talað við dómarann fyrir leik, en það er aðalatriðið að við séum sjálfar harðar og jöfnum það sem þær gera,“ sagði Vanessa Bernauer, leikmaður Sviss, aðspurð hvort íslenska liðið sýndi ekki sérlega mikla hörku í sínum leik og hefði jafnvel verðskuldað rautt spjald gegn Frökkum á þriðjudag. Meira »

Við viljum liðsanda Íslands

í gær „Fortíðin er að baki. Morgundagurinn er mikilvægastur,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari kvennalandsliðs Sviss í knattspyrnu, spurð um takið sem liðið virðist hafa haft á Íslandi. Meira »

Ótrúlegt að hún hafi fengið að klára

19:52 „Ég ætlaði bara að taka boltann og svo lá ég í jörðinni með takkafar á öllum rifbeinunum,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir um brot Löru Dickenmann í leik Íslands við Sviss á EM í kvöld, sem verðskuldaði að öllum líkindum rautt spjald. Meira »

Þær íslensku alls ekki of grófar

19:23 Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari svissneska landsliðsins í knattspyrnu kunni vel að meta baráttuna í íslenska liðinu og lætin í íslensku stuðningsmönnunum er Sviss vann Ísland 2:1 á EM í Hollandi í knattspyrnu kvenna. Meira »

Freyr gerir eina breytingu

14:32 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Sviss kl. 16 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi. Meira »

Mögnuð umgjörð fyrir stuðningsmenn

12:41 Olga Færseth, fyrrum leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu kvenna, er mætt til Hollands til þess að styðja íslenska liðið í baráttunni í lokakeppni EM. Mbl.is náði tali af þessum mikla markahróki sem skoraði 14 mörk í 54 leikjum fyrir íslenska A-landsliðið á árunum 1994-2006. Meira »

Lýsir Íslandi í beinni í þýska sjónvarpinu

10:00 Leikur Íslands og Sviss á EM kvenna í knattspyrnu í dag verður sýndur í þýska ríkissjónvarpinu, á ZDF. Martin Schneider, íþróttafréttamaðurinn sem lýsir leiknum, hreifst af frammistöðu Íslands gegn Frakklandi í fyrsta leik á mótinu. Meira »

Mega ekki komast á ferð

07:44 „Við höfum átt í pínulitlum vandræðum með Sviss síðustu ár,“ segir Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, en Ísland mætir Sviss í dag kl. 16 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi. Meira »

Ástríða Freys á sinn þátt í að við erum á EM

í gær Látbragð Freys Alexandersson landsliðsþjálfara á hliðarlínunni, í leik Íslands og Frakklands á EM kvenna í knattspyrnu á þriðjudaginn, vakti athygli þýsks sjónvarpsmanns sem spurði hann út í háttalag hans á fréttamannafundi í dag. Meira »

Erum á allt, allt öðrum stað í dag

í gær „Það er eins góð staða á hópnum og kostur er á,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, sem getur þar með stillt upp sínu sterkasta byrjunarliði gegn Sviss á morgun á EM kvenna í knattspyrnu. Meira »