Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Aðdáunarvert frumkvöðlastarf Ólafíu

15.11. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hefur náð hverjum merkisáfanganum á eftir öðrum á árinu 2017 og unnið mikið frumkvöðlastarf fyrir golfíþróttina á Íslandi. Meira »

„Íslandsvinir“ með á HM

13.11. Fjögur lið tryggðu sér um helgina farseðilinn á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.  Meira »

Koma ekki eins hræddar í svona leiki

10.11. „Við vitum að báðir þessir leikir verða gríðarlega erfiðir enda voru bæði þessi lið í lokakeppni EM í sumar,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfubolta, en liðið mætir Svartfjallalandi og Slóvakíu á næstu dögum í undankeppni EM. Meira »

Þær eru mjög líkamlega sterkar

9.11. „Loksins er komið að þessu, eftir margar tilraunir,“ segir Anna María Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar, en liðið leikur í fyrsta sinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Mótherjarnir eru Tékklandsmeistarar Slavia Prag en fyrri leikur liðanna hefst kl. 18 í Garðabæ. Þau mætast svo eftir viku í Tékklandi. Meira »

Margir héldu að þetta gæti ekki gengið

8.11. Í ársbyrjun bjuggu 1.164 manns í Stykkishólmi. Engu að síður er það staðreynd að á síðustu þremur og hálfu ári hefur stolt bæjarins, kvennalið Snæfells í körfubolta, orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Meira »

Mér finnst ég eiga skilið að fá fleiri tækifæri

3.11. „Ég er náttúrulega ekki ánægður. Ég vil vera að spila meira og finnst ég eiga skilið fleiri tækifæri. Svona er þetta samt og ég verð bara að halda áfram,“ segir Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig í liði Aston Villa í ensku B-deildinni síðustu vikur og mánuði. Meira »

Gylfaleysi ekki lausnin

30.10. Martröð Everton virðist engan enda ætla að taka en liðið er áfram í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0 tap gegn Leicester í 10. umferðinni í gær. Meira »

Ekkert breytt en allt öðruvísi

24.10. Fyrir ári reiknaði enginn með því að Keflavík ætti eftir að verða Íslands- og bikarmeistari í körfubolta kvenna 2017. Sú varð þó raunin. Ungt og efnilegt lið, undir styrkri stjórn hins sigursæla Sverris Þórs Sverrissonar, sprakk út með eftirminnilegum látum og endaði tímabilið á 3:1-sigri gegn Snæfelli í úrslitum Íslandsmótsins. Meira »

Tímasprengjan sprakk

15.11. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, söðlaði um í ágúst og fluttist til Svíþjóðar þar sem hún gerði atvinnumannssamning við sundfélagið Neptun í Stokkhólmi. Meira »

„Getum strítt öllum“

11.11. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði. Þegar maður rennir yfir leikmannahópinn sér maður að þetta eru mörg stór nöfn í Evrópuboltanum. Þetta verður mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ segir Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, en Ísland mætir Svartfjallalandi kl. 16 í dag í Laugardalshöll. Meira »

Munum finna fyrir því í teignum

9.11. „Ég er mjög spennt að spila með stelpunum og mæta sterkum þjóðum,“ segir Hildur Björg Kjartansdóttir sem nú getur í fyrsta sinn gefið kost á sér í undankeppni EM með íslenska landsliðinu í körfubolta. Meira »

Þurfum að sjá hve langt við höfum náð

8.11. „Þær eru mjög stórar og sterkar og með mjög gott lið,“ segir Hallveig Jónsdóttir, landsliðskona í körfubolta og leikmaður Vals, um lið Svartfjallalands sem Ísland mætir í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í Laugardalshöll á laugardag. Meira »

Ögurstund milli stríða

4.11. Hópnum sem Heimir Hallgrímsson hefur ákveðið að taka með til Katar í næstu viku í vináttulandsleiki við Tékka og heimamenn má skipta í tvennt. Meira »

Ávallt gerðar miklar kröfur í Eyjum

31.10. Karlalið ÍBV í handbolta hefur á síðustu 4-5 árum upplifað mestu velgengni í rúmlega 30 ára sögu sinni.  Meira »

Leiðin grýtt á lokamótið

30.10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á tveimur af síðustu þremur mótum LPGA-mótaraðarinnar í golfi en margt þarf að ganga upp til að hún hljóti keppnisrétt á lokamótinu í Flórída sem fram fer 16.-19. nóvember. Meira »

Hef allt að sanna næsta sumar

19.10. „Rúnar [Kristinsson, þjálfari] hringdi í mig fyrir tveimur vikum og sagðist vilja spjalla við mig. Einn fundur með honum heillaði mig það mikið að ég ákvað bara að fara í KR,“ sagði Björgvin Stefánsson, hinn nýi framherji knattspyrnuliðs KR, við mbl.is í dag. Meira »