Sindri Sverrisson

Sindri var lausamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is meðfram námi frá 2007 en var fastráðinn frá og með haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og hefur stundað meistaranám í iðnaðarverkfræði við sama skóla. Twitter: @sindrisverris

Yfirlit greina

Treysti á dýrvitlausa KA-menn

Í gær, 16:44 „Stig á móti FH er alltaf gott en í þessari baráttu sem við erum í hefðu þrjú verið mikið betri. En við verðum bara að taka því og vera sáttir úr því að ÍBV tapaði,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson sem bar fyrirliðabandið og skoraði mark Víkings Ó. í 1:1-jafntefli við FH í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Meira »

Ólsarar enn í fallsæti en FH öruggt um Evrópusæti

Í gær, 15:25 Víkingur Ó. og FH gerðu 1:1-jafntefli í Ólafsvík í dag í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Víkingar komust í 1:0 í fyrri hálfleik en FH jafnaði metin úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Meira »

Fúlt að falla í sófanum

22.9. „Þetta eru fyrst og fremst gríðarleg vonbrigði, þó að maður hafi svo sem alveg búið sig undir þetta miðað við hvernig gengið hefur verið í sumar. En það er sérstaklega fúlt að falla sitjandi í sófanum og fá engu um það ráðið,“ segir Arnar Már Guðjónsson, varafyrirliði ÍA, en sigur Fjölnis á FH í gær þýðir að Skagamenn eru fallnir niður úr Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Meira »

Fannst ég ofmetinn en aldrei verið betri en nú

20.9. Það var eitthvert húllumhæ, mismikið hjá mönnum, en ætli það verði ekki allir skyldaðir til að fagna þessu almennilega þegar tímabilinu lýkur,“ segir Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður Vals, sem á sunnudag gat fagnað sínum fyrsta titli í meistaraflokki þegar Valur varð Íslandsmeistari í knattspyrnu. Meira »

Fögnuðu með mótherjum sæti í efstu deild að nýju

14.9. „Selfyssingar fögnuðu þarna líka og tóku einhverjar „Pepsi-myndir“. Það var mjög gaman að hafa bæði lið bara glöð og fagnandi eftir 1:0-leik,“ segir Björk Björnsdóttir, markvörður og fyrirliði HK/Víkings, en liðið fagnaði um helgina sigri í 1. deildinni í knattspyrnu. Meira »

„Ég á mun meira inni“

12.9. Sænski knattspyrnumaðurinn Linus Olsson var rúma mínútu að skora sitt fyrsta mark í búningi Fjölnis. Ágúst Gylfason ákvað að fá Svíann í Grafarvoginn í júlí til að Fjölnismenn færu að skora fleiri mörk, og með Olsson í liðinu hefur Fjölnir skorað 16 mörk í 8 leikjum, en aðeins 8 í 9 leikjum án hans. Meira »

Framtíðin er tryggð og björt

11.9. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því hvernig næsta keppnistímabil kemur til með að líta út.  Meira »

Það er ekkert stress í okkur

9.9. „Þetta var frábær leikur hjá öllu liðinu. Við vörðumst sem heild og þegar við sóttum vorum við alltaf hættulegir,“ sagði Hafsteinn Briem, miðvörður ÍBV, eftir 3:0-sigur liðsins á KR í Vesturbænum í dag, í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Meira »

Gaman í þessi örfáu skipti sem þetta gerist

Í gær, 16:30 Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ánægður með að liðið skyldi endanlega tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári í dag, þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Víking Ó. í Ólafsvík, í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Meira »

Aftur þarf að venjast lífinu án Ramune

23.9. Kvennalið Hauka í handbolta var sigursælast allra á Íslandi á eins konar gulláratug sínum, árin 1996-2005. Þá vann liðið til fimm Íslandsmeistaratitla. Raunar hefur ekkert lið fagnað fleiri Íslandsmeistaratitlum frá árinu 1996 og til dagsins í dag, en Stjarnan jafnmörgum. Meira »

Munaði minnstu að félagið yrði lagt niður í fyrra

21.9. Árið 2014 sameinuðust nokkrir ungir menn um að koma á fót nýju íshokkífélagi. UMFK Esja hefur frá upphafi þurft að berjast fyrir tilveru sinni og í fyrra var útlit fyrir að félagið yrði lagt niður. Meira »

Ísland hóf keppni á stórsigri

18.9. Ísland hóf undankeppni HM kvenna í knattspyrnu á 8:0-sigri gegn Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 4:0 og íslenska liðið hafði algjöra yfirburði gegn frænkum sínum allan leikinn. Meira »

Með dalvískan stuðning í byrjun atvinnumennsku

13.9. Landsliðsmiðherjinn ungi Tryggvi Snær Hlinason er mættur til æfinga hjá sínu nýja félagi, Spánarmeisturum Valencia, í samnefndri borg. Meira »

Hann hefði fengið tiltal

12.9. „Ég get ekki sagt að ég hafi farið með rosalega góða tilfinningu inn í þennan leik. Ég var slappur á miðvikudeginum og æfði eiginlega ekki neitt á fimmtudag og föstudag. Ég held að læknirinn hafi gefið mér öll leyfileg lyf fyrir þennan leik og ætli ég verði ekki að taka þau aftur fyrir næstu helgi,“ sagði Alfreð Finnbogason léttur í bragði, þegar Morgunblaðið heyrði í honum í gær. Meira »

Fyrst og fremst svekktir

9.9. „Við vorum bara slakir,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir 3:0-tapið gegn ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, sem minnkaði vonir KR-inga talsvert um að ná Evrópusæti. Meira »

ÍBV skellti KR og kom sér úr fallsæti

9.9. Eyjamenn komu sér upp úr fallsæti, alla vega tímabundið, með frábærum 3:0-sigri á KR í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Frostaskjóli í dag. Meira »