Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

Fresh poll confirms Iceland's long-standing opposition to EU membership

18.10. Most Icelanders do not want their country to join the European Union according to an opinion poll produced by Gallup and published on Monday. Membership of the bloc has been opposed in every opinion poll published in Iceland since July 2009 or for more than eight years. Meira »

Voru reikulir eins og eftir árekstur

20.9. „Sé flett er hálft ár aftur í sögubókunum þá var mín afstaða þá skýr. Ég taldi að það væri nánast bara handavinnan eftir og það væri frekar auðvelt að koma þessu flokkum saman. Ég hef svo sem ekkert breytt um skoðun á því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Birgitta hættir eftir kjörtímabilið

16.9. „Ég hef lofað sjálfri mér því að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Það er ekkert sem getur fengið mig til að skipta um skoðun.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, en hún lýsti því sama yfir í sumar. Hún sagði einnig að hún ætlaði að hætta á síðasta kjörtímabili en hætti síðan við það. Meira »

Stærsti jarðskjálftinn í tæpa öld

8.9. „Þetta er mjög stór jarðskjálfti. Hann virðist hafa verið stærri en allir skjálftar í Mexíkó í hátt í öld. Sá síðasti sem var svipaður að stærð varð árið 1932,“ segir Vala Hjörleifsdóttir jarðskjálftafræðingur í samtali við mbl.is um jarðskjálftann sem skók Mexíkó í nótt. Meira »

Hámark góðærisins í sjónmáli

5.9. „Við ætlum að ná árangri sem báðir aðilar geta verið sáttir við,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag þar sem hann kynnti áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við ríkisstarfsmenn. Þar væri fyrst og fremst um það að ræða að viðhalda núverandi kaupmætti. Meira »

Höfðar illa til venjulegs fólks

4.9. Maðurinn sem vill verða forsætisráðherra Noregs fyrir hönd norska Verkamannaflokksins, Jonas Gahr Støre, er svo vel efnum búinn að ekki þótti rétt að birta myndir af honum á heimili sínu vegna þess að hann á svo stórt og dýrt hús. Meira »

Þingmenn sem vilja geta haft áhrif

31.8. „Þeir sem koma inn á Alþingi og halda að þeir séu Palli einn í heiminum þeir eru dæmdir til þess að verða að nátttröllum. Þeir ætla hvorki að vinna með flokknum sínum né fólki í öðrum flokkum. Þannig að þeir ná engum takti, hvorki með öðrum þingmönnum eða Alþingi eins og það er hugsað,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

19.8. Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Hver er saga norska skipsflaksins?

3.10. Talsvert var fjallað um strand norska flutningaskipsins Nordpolen á Breiðafirði í lok júlí árið 1926 í íslenskum fjölmiðlum á þeim tíma en Landhelgisgæslan fann flak skipsins í síðasta mánuði þegar sjómælingabáturinn Baldur var við mælingar á Breiðafirði. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

20.9. „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

„Fleira en þetta mál felldi stjórnina“

15.9. „Þetta kemur ekki beinlínis á óvart. Það er uppi þessi sami ómöguleiki sem kom upp úr kjörkössunum í fyrra. Hann er enn til staðar,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, vegna blaðamannafundar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra þar sem hann sagði stefnt að þingkosningum í nóvember. Meira »

Hafa rekið ótrúverðuga kosningabaráttu

6.9. „Vinstriflokkarnir hafa rekið kosningabaráttu þar sem lögð er áhersla á það að allt sé hreinlega að fara norður og niður í Noregi,“ segir Reynir Jóhannesson, aðstoðarsamgönguráðherra Noregs, í samtali við mbl.is. Raunveruleikinn sé hins vegar annar sem sé ein skýring fylgistaps þeirra. Meira »

Fyrir hvað standa norsku flokkarnir?

4.9. Vika er þar til norskir kjósendur ganga til þingkosninga og velja 169 fulltrúa á Stórþingið. En hvaða flokkar bítast um hylli kjósenda og hver er forsaga þeirra og stefna? Hvaða flokkar eru líklegir til þess að vinna saman fái þeir fylgi til þess að mynda næstu ríkisstjórn Noregs? Mbl.is skoðaði málið. Meira »

Verður áfram hægristjórn í Noregi?

1.9. Hugsanlegt er að áfram verði borgaraleg stjórn í Noregi eftir þingkosningarnar 11. september ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrir norska ríkisútvarpið NRK. Hægriflokkurinn mælist nú stærri en Verkamannaflokkurinn þótt munurinn sé innan skekkjumarka. Meira »

Færeyjar vilja fríverslun við Rússa

28.8. Færeyingar hafa unnið hörðum höndum að því að landa fríverslunarsamningi við Rússland. Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja, heimsækir Rússland í næsta mánuði og er málið á dagskrá heimsóknarinnar. Meira »

„Við eigum fullkomlega erindi“

9.8. „Við höfum ekki lýst því yfir að við séum á leið í framboð og höfum meira að segja tekið það skýrt fram að við ætlum ekki að ræða slíka hluti fyrr en með haustinu. Þannig að það kemur okkur raunverulega ekkert á óvart þó að fólk sé ekki að segjast ætla að kjósa okkur.“ Meira »