Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

„Skyggnið akkúrat ekki neitt“

í fyrradag „Við enduðum alveg í 90 gráðu stefnu út af flugbrautinni,“ segir Margrét Eiríksdóttir í samtali við mbl.is en hún var einn af farþegum farþegaflugvélar flugfélagsins Primera Air sem lenti í erfiðleikum í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær, föstudag. Fór flugvélin út af flugbrautinni. Meira »

„Ég sit hérna bara og nötra“

í fyrradag „Þetta var virkilega óþægilegt,“ segir Margrét Eiríksdóttir í samtali við mbl.is en hún er farþegi í flugvél Primera Air sem lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan fimm í dag. Flugvélin lenti í ókyrrð í lendingu og hafnað að lokum út af flugbrautinni við enda hennar. Meira »

Var sökkt með fallbyssuskothríð

23.4. Þýska kaupskipinu Minden, sem sökk suður af Íslandi í lok september 1939, var endanlega sökkt með fallbyssuskothríð frá breskum herskipum. Meira »

Myndi styrkja mjög stöðu May

18.4. „Þessi yfirlýsing kemur flestum ef ekki öllum á óvart enda hefur May margsagt að hún ætli ekki að boða til kosninga og hefur ekki þurft þess því hún hefur haft meirihluta í þinginu,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, vegna fyrirhugaðra þingkosninga í Bretlandi. Meira »

Little taste for EU membership in Iceland

17.4. Much needs to happen for the Icelandic people to change their minds and support membership of the European Union according to Jón Sigurðsson, former president of the Central Bank of Iceland who also once served as the country's Minister of Commerce. Meira »

Styrki frekar Samfylkinguna

11.4. „Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum. Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir.“ Meira »

Fleiri fylgi vafalaust í kjölfarið

5.4. „Byggingareglugerðinni hefur vissulega verið breytt svo byggja megi minni íbúðir eins og komið hefur fram en hins vegar hefur reglugerðinni ekki verið breytt á neinn annan hátt,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í samtali við mbl.is en fyrirtækið hyggst reisa fjölbýlishús í Garðabæ með 36 litlum íbúðum. Meira »

„Mönnum ekki til sóma“

27.3. „Ég gef ekki mikið fyrir þessar skýringar. Menn verða bara að virða það við mig. Það er dálítið undarlegt í raun og veru að á sama tíma og kvartað er yfir afkomu landvinnslunnar stendur til opna nýja landvinnslu á vegum HB Granda á Vopnafirði.“ Meira »

„Hún virtist ekkert ætla að stoppa“

í fyrradag „Við erum enn í flugvélinni og erum bara að bíða eftir því að verða sótt. Miðað við það sem okkur var sagt hérna áðan,“ segir Guðmundur Pálmason í samtali við mbl.is en hann er einn af farþegum flugvélar Primera Air sem lenti utan flugbrautar í lendingu á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir kl. fimm. Meira »

„Dómur almennings liggur fyrir“

25.4. „Ég held að það þurfi ekkert að leita álits á þessu. Ég held að staðreyndirnar tali bara sínu máli. Þegar við stofnuðum þennan flokk var hann næststærstur íslenskra stjórnmálaflokka og þróaðist síðan upp í það að vera stærstur. Síðan hrundi hann og það getur enginn kennt öðrum um en þeim sem veittu flokknum forystu.“ Meira »

Kosningar 2020 hefðu veikt stjórnina

19.4. Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að boðað verði til þingkosninga í sumar verður lögð fram á breska þinginu síðar í dag en búist er við að hún verði samþykkt af 2/3 þingmanna eins og krafa er gerð um í lögum. Meira »

May boðar til þingkosninga

18.4. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að hún ætlaði að boða til þingkosninga í landinu 8. júní í sumar. Boðað var til blaðamannafundar fyrir utan skrifstofu May í Downingstræti 10 í London með skömmum fyrirvara. Meira »

Best að leynast undir ljósastaur

15.4. Framkvæmdastjóri dýragarðsins í Varsjá, höfuðborg Póllands, og eiginkona hans gengu alltaf um með blásýru á sér á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Þau voru reiðubúin að taka með sér í gröfina leyndarmálið sem þau bjuggu yfir. Meira »

Hluti farmsins var í breskri eigu

10.4. Vaknað hefur upp skyndilegur áhugi á örlögum þýska flutningaskipsins Minden sem sökkt var á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja 24. september 1939, eftir að fréttir bárust af því að erlent rannsóknarskip væri að reyna að bjarga verðmætum úr flakinu. Meira »

Misvísandi skilaboð ráðamanna

2.4. Nokkuð hefur borið á misvísandi skilaboðum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi að undanförnu í tengslum við lykilmál eins og peningastefnu Íslands og stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Meira »

Helsta ástæðan gengi krónunnar

27.3. „Fyrir það fyrsta höfum við ekki tekið þessa ákvörðun. En ástæðan fyrir því að við höfum uppi þessi áform eru fyrirsjáanlegir rekstrarerfiðleikar í landvinnslu,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is. Meira »