Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

Virðast forðast afskipti ríkisins

20.3. „Margt vekur spurningar í þessum efnum og margt sem maður myndi vilja vita,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is vegna sölu á 30% hlut Kaupþings í Arion banka. Meira »

Hefur tekist að stýra umræðunni

16.3. „Ég hugsa að hvað sem líður fylgi Frelsisflokksins þá sé þetta besti árangur þjóðernispopúlista í Hollandi í því að láta umræðuna hverfast um sig. Hún hefur aldrei hverfst svona mikið um þeirra sjónarmið,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, um þingkosningarnar í Hollandi. Meira »

Fara ekki í fasteignastarfsemi

16.3. „Við megum samkvæmt lögum ekki fara út í það að byggja eða leigja hús. Þannig að það er ekki að fara að gerast. Mitt hlutverk núna er að tryggja réttindi sjóðsfélags sem eiga rétt í okkar lífeyrissjóði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Skotland standi fyrir utan ESB

15.3. Fyrsti ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, hefur lagt á hilluna þá stefnu flokks síns, Skoska þjóðarflokksins, að landið sæki um inngöngu í Evrópusambandið öðlist það sjálfstæði frá breska konungdæminu. Meira »

Harmleikur fyrir bandarískt lýðræði

7.3. „Margir héldu að Trump væri loksins búinn að ná áttum í síðustu viku þegar hann ávarpaði fulltrúadeild Bandaríkjaþings og las upp ræðu sem einhverjir aðrir höfðu væntanlega skrifað fyrir hann og sögðu: Sko, nú hegðar hann sér eins og forseti. Ég hugsaði með mér að þetta væri ansi mikil bjartsýni.“ Meira »

Fengið allt sitt fram á einu ári

4.3. „Ég steig til hliðar á sínum tíma bæði vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust en einnig til þess að gera stjórnvöldum mögulegt að vinna áfram að þeim mikilvægu málum sem ekki hafði verið lokið við, þar á meðal að fylgja eftir áætluninni í haftamálunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Vill geta brugðist við ógnum með skömmum fyrirvara

5.2. „Við stöndum frammi fyrir margs konar ógnum í Evrópu og á Norður-Atlantshafi. Bæði frá ríkjum, eins og mögulega Rússlandi, og hryðjuverkasamtökum, og í öllu sem við gerum reynum við að hafa yfirsýn í allar áttir. Meira »

„Þetta byrjar allt saman í dag!“

20.1. Donald Trump verður í dag settur í embætti forseta Bandaríkjanna en athöfnin hefst eftir tæplega eina klukkustund. Það er klukkan 11:00 að staðartíma í Washington, höfuðborg landsins. Þrátt fyrir úrkomu í höfuðborginni er búist við að um 800 þúsund manns muni koma þar saman. Meira »

Ekki spurning hvort heldur hvernig

19.3. Fátt virðist standa í vegi þess að Bretar segi skilið við Evrópusambandið í kjölfar þess að báðar deildir breska þingsins samþykktu lagaheimild til ríkisstjórnar landsins til þess að hefja formlega úrsagnarferlið úr sambandinu. Spurningin er fremur með hvaða hætti úrsögnin muni eiga sér stað. Meira »

Verður slegið meira af kröfunum?

16.3. „Við hljótum að spyrja okkur, sem erum fyrst og fremst áhorfendur að þessu, hvað stjórnvöld ætli að gera næst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is. Meira »

Snýst allt um trúverðugleikann

15.3. „Með því að leita samninga við þessa aflandskrónueigendur hafa stjórnvöld verið að senda kolröng skilaboð. Líkt og ég hef bent á áður. En ástæðan fyrir því er ekki endilega kjörin eða annað slíkt heldur fyrst og fremst sú staðreynd að ef orð og efndir fara ekki saman þá rýrnar trúverðugleikinn. Það er grundvallarvandinn.“ Meira »

Bann ekki besta lausnin

14.3. „Ég er einfaldlega ekki sammála því að það eigi að banna þetta,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við þeim ummælum Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að banna ætti Airbnb á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Þið vitið hvað er í pakkanum“

6.3. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það besta sem þið getið gert,“ segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Two-thirds reject EU membership

23.2. The majority of Icelanders remain opposed to membership of the European Union (EU) according to a new opinion poll produced by MMR. 54% say they do not support the idea that Iceland should become part of the bloc while 25.9% are in favour. Meira »

Dómur fellur um Brexit

24.1. Hæstiréttur Bretlands mun kveða upp úrskurð sinn, um það hvort bresku ríkisstjórninni sé heimilt að hefja úrsagnarferlið úr Evrópusambandinu án þess að leita samþykkis þingsins, klukkan 9:30. Fimmtán mínútum áður verður niðurstaðan kynnt fyrir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Meira »

Fyrsta skrefið en ekki lokaskrefið

20.1. „Það var gagnlegt að fá þessa yfirferð á skýrslunni á fundinum þótt ég hefði auðvitað kosið að fyrrverandi fjármálaráðherra hefði mætt á hann, eins og var bókað á fundi nefndarinnar. Hins vegar liggur fyrir að miklu meiri vinna þarf að fara fram í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Meira »