Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2010. Hann er sagnfræðingur að mennt með áherslu á stjórnmálasögu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál. Hann fjallar meðal annars um stjórnmál og alþjóðamál.

Yfirlit greina

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

19.8. Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Fleiri á móti inngöngu í átta ár

16.7. Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir í öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin átta ár eða frá því sumarið 2009. Hvort sem kannanirnar hafa verið gerðar af Gallup, MMR, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eða öðrum. Meira »

Evrópuherinn kemur að lokum

27.6. „Við munum ekki koma á evrópskum her á morgun. Það sem er mögulegt er að koma á, til skemmri tíma litið, er nánara samstarf á milli evrópskra herja. Það er algerlega nauðsynlegt að samræma hernaðargetuna og herina,“ sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við mbl.is þegar hann heimsótti Ísland á dögunum. Meira »

Féllu á velferðinni en ekki Brexit

9.6. „Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins verður bæði veik og að sama skapi er staða May sem leiðtogi íhaldsmanna verulega löskuð eftir þessa útkomu enda var henni spáð 20% forskot á Verkamannaflokkinn þegar hún boðaði til kosninganna.“ Meira »

Verður kosið aftur í Bretlandi?

9.6. Hugsanlegt er talið að niðurstaða þingkosninganna í Bretlandi, þar sem enginn flokkur náði hreinum meirihluta þingsæta, gæti leitt til þess að lokum að boðað verði til nýrra þingkosninga. Til þess að útiloka Íhaldsflokkinn frá völdum þarf í raun samstarf eða hlutleysi allra annarra flokka sem fengu þingmenn kjörna. Meira »

Fáir heitir fyrir kaldri May

8.6. „Þessi skoðanakannanabransi hér í Bretlandi hefur verið í talsverðri krísu,“ segir Halla Gunnarsdóttir í samtali við mbl.is um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu í tengslum við bresku þingkosningarnar sem fram fara í dag. Meira »

Hver sigrar í bresku kosningunum?

7.6. Bretar mæta á kjörstað á morgun og velja fulltrúa í neðri deild breska þingsins. Flestir, bæði stjórnmálaskýrendur og kjósendur, gera ráð fyrir því að Íhaldsflokkur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sigri í kosningunum og haldi meirihluta sínum en verður það raunin? Meira »

Fordæmisgefandi fyrir fjölda mála

18.5. „Þetta eru náttúrlega meiriháttar tíðindi. Þetta eru tíðindi um það að málsmeðferð, sem hefur verið stuðst við á Íslandi í refsingum í skattamálum, standist ekki mannréttindi,“ segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns. Meira »

„Við eigum fullkomlega erindi“

9.8. „Við höfum ekki lýst því yfir að við séum á leið í framboð og höfum meira að segja tekið það skýrt fram að við ætlum ekki að ræða slíka hluti fyrr en með haustinu. Þannig að það kemur okkur raunverulega ekkert á óvart þó að fólk sé ekki að segjast ætla að kjósa okkur.“ Meira »

Hagkvæmara að flytja inn frá Evrópu

28.6. „Hugmyndin að opnun Costco á Íslandi var fyrst sett fram af kanadísku deildinni okkar. Forsvarsmenn okkar í Kanada höfðu tekið eftir því að töluvert var pantað af vörum frá þeim til Íslands og sáu tækifæri í því að setja upp hliðstæða starfsemi þar og þeir höfðu þróað á Nýfundnalandi.“ Meira »

Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum

27.6. Kæmi til þess að krónan yrði tengd við gengi erlends gjaldmiðils, eins og til að mynda evrunnar, gæti það leitt til þess að Íslendingar yrðu berskjaldaðri fyrir árásum spákaupmanna að mati OECD sem aftur gæti leitt til þess að koma yrði á fjármagnshöftum á nýjan leik til þess að bregðast við þeim. Meira »

Hvað verður um Brexit?

9.6. Hvað verður núna um Brexit? Þessi spurning brennur vafalaust á mörgum í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi í gær þar sem breski Íhaldsflokkurinn tapaði þingmeirihluta sínum. Niðurstaða kosninganna gæti bæði leitt til „mýkri“ útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og „harðari“. Meira »

Hvenær liggja úrslitin fyrir?

8.6. Bretar ganga að kjörborðinu í dag og velja þá sem skipa munu neðri deild breska þingsins fram að næstu kosningum sem fara að öllu óbreyttu fram árið 2022. Fjöldi þingsæta í neðri deildinni eru 650 og til þess að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta þarf því að lágmarki 326 þingmenn. Meira »

Helsta afrekið að sameina flokkinn

7.6. „Það bendir allt til þess að Íhaldsflokkurinn nái þingmeirihluta en á sama tíma er heilmikil breidd í skoðanakönnunum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is spurður um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi á morgun. Meira »

Hjálpar fólki að verjast tölvuþrjótum

28.5. „Við fengum tækifæri til að kynna rannsóknarverkefnið okkar á sýningu sem er kölluð CNSF Capitol Hill Exhibition þar sem fulltrúum á Bandaríkjaþingi ásamt fræðimönnum úr vísindaheiminum er boðið að vera viðstaddir kynningar á rannsóknarverkefnum,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir í samtali við mbl.is. Meira »

„Fólk er orðið úrvinda af þreytu“

16.5. „Við komumst úr þessari blessaðri flugvél í morgun eftir að hafa verið í henni í um ellefu klukkustundir,“ segir Ellen Calmon sem var á heimleið til Íslands með vél spænska flugfélagsins Vueling í gærkvöldi þegar ákveðið var að lenda í Glasgow vegna slæmra veðurskilyrða á Keflavíkurflugvelli. Meira »