Anna Lilja Þórisdóttir

Anna Lilja er aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2010, en hefur starfað við fjölmiðla frá 2001. Hún er með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og er einnig menntaður grunnskólakennari. Hún skrifar meðal annars um alþjóðamál, skóla- og uppeldismál og ýmis samfélagsmál.

Yfirlit greina

„Og þá ætla ég að heita Gylfi“

11.10. Benjamín Orri Hulduson, fimm ára, var í hópi þeirra tæplega 10.000 áhorfenda sem voru á leik Íslands og Kósóvó í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í fyrradag þar sem Ísland tryggði sér farmiða á HM í Rússlandi á næsta ári. Meira »

Enn heldur glerþakið

5.10. Konur eru innan við þriðjungur kjörinna þingmanna í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og kynbundinn launamunur er að meðaltali 15%, körlum í vil. Barneignir hafa miklu neikvæðari áhrif á starfsframa og launakjör kvenna en karla og það sama má segja um hækkandi aldur. Meira »

Stytting bitnar á tungumálakennslu

26.9. Vigdís Finnbogadóttir segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. Ljóst sé að það hafi þegar haft áhrif. „Stytting framhaldsskólanna hefur bitnað á tungumálakennslunni og ég er hrædd um að við eigum eftir að gjalda fyrir það, því miður. Meira »

Íslensk stjórnmál í upplausn

15.9. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fv. forsætisráðherra, segir atburði dagsins í dag sýna að upplausnarástand sé í íslenskum stjórnmálum. Það sem gerst hafi í dag sé að mörgu leyti framhald atburðarásar sem hófst í fyrravor og ákvörðunar um að flýta síðustu kosningum. Meira »

Ástráður hyggst áfrýja

15.9. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, sem kærði ráðningu dómara við Landsrétt, hyggst áfrýja þeim þætti dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll í morgun, um að ríkinu beri ekki að greiða honum miskabætur vegna málsins. Ástráður fór fram á eina milljón króna í bætur. Meira »

Rökrétt að fara fram á 18 ár

1.9. „Nú er það dómstóla að taka ákvörðun,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari eftir að dómþingi í aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Fredrik Møller Olsen sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur, var slitið í dag. Meira »

Segir sannanir skorta gegn Olsen

1.9. Thomas Fredrik Møller Olsen er viðkvæmur, handtakan var honum þungbær og ástæða reikuls framburðar hans er ölvun og hræðsla. Þetta sagði Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Olsen sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar síðastliðinn. Meira »

18 ára fangelsi verði lágmark

1.9. Tilefni er til að fara fram á a.m.k. 18 ára fangelsisrefsingu í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Fredrik Møller Olsen sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar síðastliðinn. Meira »

Hvers vegna ferðu ekki í læknisfræði?

8.10. Karlkyns sjúkraliðar finna fyrir fordómum bæði frá samstarfsfólki sínu og sjúklingum sem þeir sinna. Þeir heyra spurningar á borð við: Hvers vegna ferðu ekki frekar í læknisfræði? Meira »

Sigmundur býður fram undir X-M

28.9. Framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til alþingiskosninganna í lok október heitir Miðflokkurinn og mun bjóða fram undir listabókstafnum M. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

21.9. „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Áfall að heyra af undirskriftinni

15.9. „Ég vil taka það fram að það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði aldrei getað sjálfur skrifað undir slíkt bréf og ég myndi aldrei verja slíka gjörð,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu, en hann ræddi við blaðamenn í Valhöll. Meira »

Einhugur innan Framsóknar

15.9. Einhugur var um á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í morgun um að ekki kæmi til greina að ganga inn í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknar. „Það er ljóst að við erum ekki að fara í neina slíka ríkisstjórn,“ segir hann. Meira »

Aðalmeðferð lokið í máli S-127

1.9. Aðalmeðferð í sakamáli S-127/2017, máli ákæruvaldsins gegn Møller Olsen er nú lokið. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra vikna. Meira »

Segir handtökuna ólöglega

1.9. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar Fredrik Møller Olsen sem ákærður er fyr­ir að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur 14. janú­ar síðastliðinn, krefst sýknu af báðum ákæruliðum sem umbjóðandi hans er sakaður um. Hann segir að handtaka Møller Olsen hafi verið ólögleg. Meira »

Nikolaj var afar drukkinn

1.9. Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen, skipsfélagi Thomasar Møller Ol­sen sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur, var afar drukkinn aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, þegar Birna var myrt. Þetta kom fram í vitnisburði Maríu Erlu Káradóttur sem hitti þá báða þetta örlagaríka kvöld. Meira »